Archive for apríl 2015

Tímamót !

Eftir langa fæðingu lokaverkefnis er það loksins orðið klárt og ég búin að skila því inn, langt á undan áætlun :P Fyrir áhugasama ber það nafnið "Viðhorf íslenskra verkefnastjóra til fjárhagslegrar áhættu" og snýst um rannsókn sem ég gerði á því hvort mismunur reyndist í viðhorfum íslenskra verkefnastjóra til fjárhagslegrar áhættu eftir því hvort þeir væru karlar eða konur.Ég ætla svo að kynna það á ráðstefnu ásamt því að bekkjasystkini mín kynna sín verkefni þann 8. maí og það eru allir velkomnir. Ráðstefnan heitir "Vor í íslenskri verkefnastjórnun" og fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Ég hef sjálf ekki séð dagskrána svo ég veit ekki kl hvað mitt verkefni er.No Comments »

"Hálfnað verk þá hafið er"

Believe you can // shutterbean

Þetta blessaða lokaverkefni mitt er á síðustu metrunum ! 
Hólí mólí hvað verður gott að skila þessu. 3 vikur í skiladag og ótrúlegt en satt þá er ég langt á undan áætlun og næ vonandi að koma þessu frá mér í prentun í næstu viku.

Þá getur lífið hafist...

- B. 

No Comments »

Páskakveðja

Gleðilega páska <3


Í gegnum árin hefur páska"fríið" alltaf farið í lærdóm hjá mér og það verður engin undantekning á því í ár. 
...ætli ég reyni ekki að lifa þetta af þar sem ég er að selja sjálfri mér að þetta sé síðasta námið sem ég fer í bili (Sjáum til hvað það endist lengi) !

Ég vona innilega að þið hafið það gott yfir hátíðina kæru lesendur, hvort sem þið eruð að læra eða hafa það huggulegt með fjölskyldunni. 
No Comments »