Mars - New in

Velkominn kæri mars !Ég var að koma heim úr dásamlegri helgarferð til Stokkhólms. Það var nú ekkert mikið hlýrra þar en hérna á klakanum en engu að síður gott að brjóta aðeins upp hversdagsleikann og skella sér út (og losna við helvítis snjóinn!).

Það var ekki margt sem læddist með í ferðatöskuna á heimleiðinni, enda ferðin farin í öðrum tilgangi en að versla. En þessi fíni jakki (úr alltof þunnu efni) frá vinkonu minni henni Ginu Tricot fékk að koma með heim. Það var að vísu ekki til mynd af ljósa "camel" litnum sem ég valdi mér á heimasíðunni þeirra, en ég birti þessar í staðin.
Stundum er betra að eignast fáar en góðar flíkur og ég held að þessi kaup séu ein af þeim.

***

Ég er ekki frá því að ég sé farin að bíða óþreyjufull eftir vorinu (jakkinn er svo þunnur að ég sé ekki fyrir mér að geta notað hann sem annað en peysu á næstunni)

... en um leið vil ég ekki fá það strax því það þýðir bara eitt = Ég þarf að skila lokaverkefninu mínu ! Tveir mánuðir í skil, ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta :S


This entry was posted on mánudagur, 2. mars 2015 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Mars - New in ”

  1. Fashion and jewelry brands revealed, check out my blog for the latest trends
    http://www.ritoot.com/blog/

    SvaraEyða