Fylgifiskar

Ég fæ seint titilinn "Húsmóðir ársins" þótt ég sé alltaf að æfa mig :P 

Mér finnst líka matur frekar leiðinlegt fyrirbæri og elska þar af leiðandi skyndilausnir og safna aðferðum til að "svindla" í matargerð.

Í vikunni fékk ég eitt trix í safnið sem hentar mér ROSA vel !
Ég fór í Fylgifiska á Suðurlandsbraut og keypti Austurlenska fiskisúpu með kókos og kóríander og fisk til að setja útí (fékk líka leiðbeiningar um hvernig ég ætti að hita þetta) og töfraði svo fram dýrindis kvöldverð fyrir sambýlinginn minn sem var nýkominn heim úr ferðalagi :)

Niðurstaðan var hreint og beint frábær ! Við bragðbættum súpuna reyndar aðeins með salti, grænmetiskrafti og sweet chili sósu um leið og hún var hituð.


Súpa & sítrónuvatn - Snilldar blanda

Ég keypti 1L af súpu fyrir okkur tvö og reiknaði með að annað okkar gæti tekið afganginn með í nesti í vinnuna daginn eftir, en ó nei! hún var kláruð upp til agna. 

Fylgifiskar eru með þrjár súpur sem hægt er að "matreiða" svona. Þessa - Austurlenska fiskisúpu með kókos og kóríander, ítlaska fiskisúpu og svo rjómalagaða humarsúpu.

Ég hugsa að næst verði humarsúpan testuð, en ég mun klárlega kaupa þessa austurlensku aftur og mæli með henni ef ykkur langar að hafa auðveldan kvöldmat eitthvað kvöldið :)

Góða helgi !!This entry was posted on föstudagur, 27. mars 2015 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

6 Responses to “ Fylgifiskar ”

 1. Hefuru farið í Hafið í kópavogi? það eru svo geggjaðir fiskiréttir þar, sem maður þarf bara að henda í ofn og voila dýrindis máltíð tilbúin :)
  Mæli með spænska saltfiskréttinum og svo smakkaði ég í gær "Langa í austurlensku karrý" og það var mega gott :)

  kv Arna G

  SvaraEyða
  Svör
  1. btw þá lúkkar þessi súpa fáranlega vel :) þú Húsmóðir með meiru <3

   Eyða
  2. Nei, ég er svo löt við að fara í önnur bæjarfélög að versla í matinn :$ ...eeeen ég hef prófað svipaða fiskirétti í fiskbúðinni á Sundlaugarvegi :) Alltof langt síðast samt. Takk fyrir að minna mig á það :) Fínt á matseðilinn í næstu viku áður en húsmóðirin fer að spreyta sig á að matreiða páskalambið :P

   Eyða
 2. This site was... how do I say it? Relevant!! Finally I've found something that helped me. Thanks! paypal.com login

  SvaraEyða
 3. I agree with the article and a few sentences here, you compose the sentence well, I understand what you mean, this will build an opinion in me because in this article reminds me of something in the past in my life.. Þetta blogg tekur örugglega mikið á þig. Gott starf!

  SvaraEyða