Ferskur laugardagsmorgun

Á meðan sumir vakna þreyttir eða þunnir eftir RFF gærkvöldsins er það heldur betur langt frá því að vera tilfellið á þessum bæ! Eftir busy vinnuviku ákvað ég að fara í bólið (með skólabók sem svæfir strax) kl 22 í gærkvöldi og var þar af leiðandi vöknuð fresh kl 8 í morgun við "notalegan" storm á glugganum hjá mér.

Magnað hvað maður kemur miklu í verk þegar maður tekur daginn svona snemma!

Eitt af því sem ég kom í verk var að prófa dásamlegan þörungamaska frá Bláa lóninu sem ég var svo ótrúlega lánsöm að fá í gjöf frá bestavin í gær :)


Maskinn er ljós grænn þegar hann er kominn á húðina og inniheldur tvær sjaldgæfar tegundir þörunga sem vinna gegn öldrun húðarinnar, örva náttúrulega nýmyndun kollagens og viðhalda kollagensbúskapi hennar (sem ég veit reyndar ekki alveg hvað þýðir en er örugglegar rosa gott fyrir mig!) 

Mér finnst ég svo mjúk og fersk í húðinni eftir hann að ég tími eiginlega ekki að henda á mig make up! 

Með maskanum fylgja leiðbeiningar sem eru klárlega must fyrir manneskjur eins og mig sem eru ekki með húðumhirðu að náðargáfu. 

Svona maski er frábær gjöf ef ykkur vantar eitthvað handa þeim sem ykkur þikir vænt um <3

Góðar stundir.
This entry was posted on laugardagur, 14. mars 2015 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Ferskur laugardagsmorgun ”