Batiste duft

Ég á stóran blogghring sem ég skoða stundum á hverjum degi, í bloggferðalagi mínu á dögunum rakst ég á þetta volum duft frá Bastiste og mig kitlar í puttana því mig langar svo að prófa !!
Ég hef verið að nota þurrshampoo frá þessu merki og er rosa glöð með gæðin sem ég fæ fyrir ótrúlega lítinn pening. Kaupi þurrshampoin frá þeim bara í Bónus um leið og ég versla í matinn (munar svakalegu í verði milli Bónus og Hagkaup á þessum vörum). 
Ég hef prófað heilan haug af þurrshampoo-um frá öðrum merkjum en enda einhvernvegin alltaf bara aftur í Batiste, litlausu. Hef líka prófað með lit sem er spes fyrir dökkt hár og til í tveim tónum og mér finnst það ekkert betra. Aðal galdurinn er bara að halda brúsanum lengra frá hárinu þegar maður spreyjar og þá virkar þetta hvíta/litlausa ljómandi vel.


En nóg um þurrshampo og áfram með volum duft....
Ég er með rosa þykkt hár og finnst það stundum verða flatt upp við hausinn þegar ég er með það slegið því það er svo þungt. Fyrir nokkrum árum kynntist ég volum duftinu frá Lanza og ofnotaði það þangað til stauturinn var búinn. 
Þetta virkar ss. þannig að þetta er hvítt duft (sem minnir á rassapúður fyrir börn) sem maður setur í hársvörðinn á sér og notar svo fingurgómana til að nudda því í og ýfa um leið rótina. Þetta virkar geðveikt vel og maður fær sjúklega fína lyftingu í rótina.... en er ekki alveg jafn gaman að fara í sturtu og þrífa þetta úr því þetta verður smá eins og leir í hársverðinum þegar hárið blotnar. 

Eftir Lanza ævintýrið ákvað ég að hvíla mig aðeins á duftinu og keypti mér pínu pínu lítið vöfflu járn sem á að gera sama gagn þegar ég vaffla aðeins rótina og set svo hár yfir svo engin sjái vöfflurnar (þótt ég nenni sjaldnast að nota það). 

En núna er mig virkilega farið að langa að fá mér nýtt duft og þetta Batiste væri alveg kjörið fyrir mig !! Næsta mál á dagskrá er bara að komast að því hvort þetta fáist á Íslandi :D
 (Ef ekki þá fæst þetta td. hér)


This entry was posted on fimmtudagur, 5. mars 2015 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Batiste duft ”

  1. hefur þú prufað duftið frá AVEDA það verður ekki að leðju í hársverðinum

    SvaraEyða
  2. Nei, hef ekki prófað það. Þarf klárlega að tékka á því :D TAKK

    SvaraEyða