Eyrnalokkar - new in

Elsku Emma Watson er alltaf uppáhalds, enda er ég vandræðalega mikið Harry Potter fan og ekki líkaði mér neitt verr við hana eftir að við vinkonurnar dönsuðum saman á B5 í einni Íslands ferðinni hennar :P (Ég var starstruckt í marga daga á eftir!)

Færslan á samt ekki að snúa beint að Emmu heldur þessum fallega eyrnalokk sem hún er með á myndunum og eru svo vinsælir þessa dagana.Netverslunin Velvet var að fá nýja sendingu í vikunni og ég skellti mér á svona lokka hjá þeim á litar 990 kr. (Eigum við eitthvað að ræða þetta grín verð ? Þetta er bara gjöf en ekki gjald !)
Lokkarnir koma reyndar tveir saman í pakka þótt þessi ofurpæja velji sér að hafa bara lokk í öðru eyranu....

Ég er sjúklega sátt með kaupin :D :D Einmitt það sem þurfti til að gleðja mitt litla lærdómshjarta.

Mér sýnist reyndar á öllu að lokkarnir séu uppseldir, en þau hljóta að panta inn meira af þessum gersemum.  


This entry was posted on föstudagur, 6. febrúar 2015 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply