Frekar skemmtilegt DIY ef þig vantar eitthvað á veggina þína og ert ekki alveg í fíling að fara í IKEA og eiga eitthvað sem er í annari hverri stofu á Íslandi.
...skelltu þér samt í IKEA og keyptu ramma eða notaðu einhvern sem þú átt til.
Svo er bara að vatnslita nokkrar myndir í þeim litum sem þér finnst fallegt að raða saman, fá sér svona pappírsgatara (er til í allskonar formum og fæst ma. í föndurbúðum). og svo límirðu dúllurnar á blað og setur í rammann, td. á blaðið sem fylgir með rammanum.
***
Svo er hægt að taka þetta aðeins lengra eins og þessi snillingur gerir...
Svo er bara að hengja listaverkið á einhvern góðan stað !
Sumt er ekki flókið !!