Archive for febrúar 2015

DIY - Listaverk

Frekar skemmtilegt DIY ef þig vantar eitthvað á veggina þína og ert ekki alveg í fíling að fara í IKEA og eiga eitthvað sem er í annari hverri stofu á Íslandi.


...skelltu þér samt í IKEA og keyptu ramma eða notaðu einhvern sem þú átt til. 

Svo er bara að vatnslita nokkrar myndir í þeim litum sem þér finnst fallegt að raða saman, fá sér svona pappírsgatara (er til í allskonar formum og fæst ma. í föndurbúðum). og svo límirðu dúllurnar á blað og setur í rammann, td. á blaðið sem fylgir með rammanum.

***

Svo er hægt að taka þetta aðeins lengra eins og þessi snillingur gerir...

DIY: Hexagon Bling Art - you can make this with Mod Podge!

Svo er bara að hengja listaverkið á einhvern góðan stað !

Sumt er ekki flókið !!No Comments »

DIY - Leynistaður

Þetta er frekar frumlegur leynistaður...Lítill sætur trékassi settur inn í bókakápur og kili. 

***

Ef þig langar að framkvæma útgáfu af leynikassanum geturðu skellt þér í Góða hirðinn og fengið þér bækur með fallegum kili á klink, tekið af þeim kjölinn og límt á kassann og Volaaahhh ! 

(Vona að mamma mín lesi þetta ekki þar sem bækur eru gull í hennar augum og væri algjör skandall að taka bækur svona í sundur, þótt þær væru rusl)


No Comments »

Lokaverkefnisvinna

Þessa dagana, vikurnar og mánuðina er ég að vinna í og skrifa lokaverkefnið mitt. Suma daga bara í huganum, aðra daga kem ég einhverju í verk og enn aðra er ég rosa dugleg....en þetta er stöðugt hangandi yfir mér og mun verða það út apríl !

Þessi litla síða mín hefur fengið að sitja svolítið á hakanum og mun gera það áfram þangað til þetta er allt yfir staðið. Ég hef hugsað út í það að hætta alveg að blogga því ég þoli ekki að gera hlutina svona "hálfpartinn", en samt ekki viljað hætta alveg því hver veit nema ég verði á útopnu í bloggstuði þegar ég loksins fæ frítíma í líf mitt eftir þetta 2 ára meistaranám sem ég sé loksins fyrir endann á :D

if you want it, work for it. it's that simple.Svo..... ekki hætta að kíkja við ! Það verða að detta inn færslur (mis merkilegar) öðru hverju þótt ég sé ekki jafn öflug í uppfærslum og ég var í fyrra.1 Comment »

Hattar. . .

Mér finnst hattar pæjulegir...DIY: Copper hanging rack
Fékk þessa lánaða hér

perfect pattern


Þessi á eiginlega vinninginn fyrir að vera flottastur að mínu mati - Fékk myndina lánaða af erlendri vefverslun sem selur föt, skó og fylgihluti, en hatturinn hvergi fáanlegur á síðunni, ekki frekar en aðrir hattar sem notaðir eru í auglýsingum á síðunni! Frekar glatað :(BOHO IN THE CITY - Mija | Creators of Desire - Fashion trends and style inspiration by leading fashion bloggers

The fashion cuisine .::. Fall

Madewell et Sézane: Sézane designer Morgane’s inspiration: A Perfect Wide-Brim Hat #madewellxsezane

ALL BLACK - Anine's World

IT'S PARKA TIME - Mija | Creators of Desire - Fashion trends and style inspiration by leading fashion bloggersJosefin Dahlberg

***

Ég ákvað að skella mér í smá kjarkæfingu og fá mér eitt höfuðfat :P ...sem urðu svo reyndar tvö!

Vinir mínir á Ebay stóðu undir nafni og ég fann mér tvö stk. til að prófa!

Hattur 1 Hattur 2

Þótt ég sé að fara út fyrir þægindarammann með þessum hattakaupum tók ég bara eitt skref í þetta sinn og valdi mér þá báða í svörtu :P

Það verður gaman að sjá hvernig þetta lítur út þegar þeir koma til landsins... eftir kannski mánuð!1 Comment »

Þriðjudagstölfræðin. . .

Life - What a great persective to have about life.

Við veljum okkur viðhorf - Staðreynd !

- B. 

No Comments »

Eyrnalokkar - new in

Elsku Emma Watson er alltaf uppáhalds, enda er ég vandræðalega mikið Harry Potter fan og ekki líkaði mér neitt verr við hana eftir að við vinkonurnar dönsuðum saman á B5 í einni Íslands ferðinni hennar :P (Ég var starstruckt í marga daga á eftir!)

Færslan á samt ekki að snúa beint að Emmu heldur þessum fallega eyrnalokk sem hún er með á myndunum og eru svo vinsælir þessa dagana.Netverslunin Velvet var að fá nýja sendingu í vikunni og ég skellti mér á svona lokka hjá þeim á litar 990 kr. (Eigum við eitthvað að ræða þetta grín verð ? Þetta er bara gjöf en ekki gjald !)
Lokkarnir koma reyndar tveir saman í pakka þótt þessi ofurpæja velji sér að hafa bara lokk í öðru eyranu....

Ég er sjúklega sátt með kaupin :D :D Einmitt það sem þurfti til að gleðja mitt litla lærdómshjarta.

Mér sýnist reyndar á öllu að lokkarnir séu uppseldir, en þau hljóta að panta inn meira af þessum gersemum.  


No Comments »