Ég fékk ótrúlega margar fallegar og góðar jólagjafir í ár.
Ein af þeim eru tvær vörur frá Lush sem mákonukrúttið og kærastinn hennar gáfu mér (Lush var einu sinni staðsett í Kringlunni og lét alla Kringluna anga svo maður fékk eiginlega höfuðverk af því að labba í 50 metra radíus framhjá búðinni).
Önnur varan heitir Rub Rub Rub og er SJÚKUR líkamsskrúbbur til að taka með sér í sturtu. Það eru korn í skrúbbnum sem fjarlægja yndislegu dauðu húðfrumurnar sem allir eru svo ólmir í að missa og lyktin af honum er dásamleg ! Fersk myntu lykt svo manni líður eins og maður sé í spa ...minnir mig amk óendanlega mikið á myntu gufuna í Baðstofunni í Laugum.
Hin varan er næring fyrir líkamann.
Packed full of ingredients to feed and nourish the skin: argan oil, cocoa butter, cupuacu butter, brazil nut oil, almound oil and shea butter
.... hahah ég fékk samt aðvörun með þessum skrúbb: að passa mig á honum því maður verður svo sleipur af notkun á honum að það er hætta á að fljúga á hausinn í sturtunni :P
****

Eitt skemmtilegt við vörurnar til viðbótar er það að á hverri dós (held ég, amk á mínum tveim) er límmiði með nafni og teiknaðri mynd af manneskjunni sem bjó vöruna til og setti hana í dósina.
...oooog ef þú kemur með 5 box utan af möskum frá þeim til baka í búðina eftir notkun, færðu einn frían maska í staðin.
Ég skora á ykkur sem eigið leið til þeirra landa sem selja Lush vörur að prófa litlar dósir af þessu, já eða kippa með og gefa í gjafir. Þetta hitt sko beint í mark hjá mér :)