DIY - tækifæriskort

Afmælis og tækifæriskort þurfa ekki að kosta morðfjár (eins og þau eiga það til að gera úti í búð).

Hérna kemur hugmynd af heimatilbúnum kortum: 

Allt sem þarf er kartafla, hnífur (til að skera kartöfluna til), karton og málning.STAMPS! They are the BEST.

Og svo er bara að leyfa hugmyndafluginu að ráða för um hvaða form verða fyrir valinu :)

Það væri ekki vitlaust að gera slatta af kortum þegar maður er í föndurstuði og eiga þau svo bara til á "lager" heima hjá sér, því þegar maður er að fara í boð er svo hentugt að geta gripið kort með lítill fyrirhöfn. (og detta ekki í post it miðana sem príða oft gjafir frá mér) 

*****

Ég prófaði sjálf að nota kartölfu sem stimpil þegar ég bjó til kodda síðasta sumar svo ég veit að þetta er ekkert mál. Það er rosa auðvelt að skera út falleg form á kartöfluna.
 (Sjá nánar HÉR)


This entry was posted on mánudagur, 19. janúar 2015 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply