DIY - Kertastjaki

Þetta er enn eitt sniðuga, ódýra og einfalda DIY verkefnið. 

Verst að jólin eru nýbúin annars hefði þetta eflaust verið snilld í einhvern pakkann ....En það má auðvitað vera séður og fara að safna í hugmyndabankann fyrir næstu jól, þau verða örugglega komin áður en maður nær að blikka augunum.


Allt sem þarf er leirklessa (td. trölladeig eða leir sem keyptur er í föndurbúð), sprittkerti og hnífur. Leirinn er síðan mótaður í það lag/form sem manni finnst henta og stjakinn síðan bakaður eða látinn harna (eftir því hvaða leir maður er að nota) og svo væri jafnvel hægt að splæsa í smá málningu á herlegheitin eftir á :)

Make this geometric clay pot from air dry clay!

Mér finnst rosa fallegt þegar hliðarnar eru svona sléttar og hornin hvöss. ...og staðreyndin að engir tveir stjakar séu eins.This entry was posted on sunnudagur, 11. janúar 2015 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ DIY - Kertastjaki ”

  1. Sjaldan séð jafn sniðugt og flott DIY :)

    SvaraEyða
  2. algjör snilld og virkar svo skemmtilega auðvelt. ;)

    SvaraEyða