CC krem - Must have !

Ef þú ætlar að eiga eina snyrtivöru í snyrtivörubuddunni þinni (fyrir utan kannski maskara) þá mæli ég með þessari snilld !!


Ég á rosa "erfitt" með að vera ómáluð því mér finnst húðin mín svo flekkótt og mislit, rauð hér og þar og dökk undir augunum. 

Ég hef prófað allskonar BB krem og verið mjög hrifin (mis hrifin eftir merkjum þó). En svo ákvað ég að slá til og prófa CC krem um daginn og uppgötvaði lífið.Valdi mér þetta fjólubláa CC krem frá L´oreal. Keypti það reyndar eitthvertíma fyrir jól á Tax free dögum og prófaði það svo núna í janúar myglunni og HÓLÍ MÓLÍ ! I´m in love. 

Ég ber það á mig með pensli sem ég fékk í jólagjöf, hef aldrei séð merkið sem hann er á Íslandi en burstinn er svona flatur og fæst ma. í merkjunum Sigma og Real Technique. 
...svo sá ég á Trendnet að það er "must" að setja kremið á sig með að nudda því á í hringi, mér finnst ég virka rosa pró þegar ég geri það svoleiðis svo það hefur örugglega helling að segja með áferðina :P


F80 Flat Kabuki™

Ég nota svo fast púður og sólarpúður með þessu drauma kremi, en það er samt algjör óþarfi finnst mér. Kremið gerir allt sem það á að gera til að húðin verði jöfn og falleg.

Klárlega must have í allar snyrtibuddur !!


This entry was posted on þriðjudagur, 20. janúar 2015 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ CC krem - Must have ! ”

  1. Mjög svo sammála, ég elska þetta krem :)

    SvaraEyða