2015 - Gleðilegt nýtt ár

Hæ hó! 
Gleðilegt ár og takk fyrir lesturinn á síðasta ári <3 Ég eyddi hátíðunum á erlendri grundu með fjöllunni og ákvað að senda tölvuna í jólafrí á meðan.
Áður en við yfirgáfum landið var allt jólaskreytt og gert fínt því við vorum svo heppin að geta lánað íbúðina okkar, bílinn og fengið pössun fyrir hundinn allt í sama pakkanum á meðan við vorum í burtu. Mjöööög heppilegt fyrir þjófhræddu mig að þurfa ekki að láta pleisið standa autt.


Síðustu jólagjafirnar voru svo verslaðar fyrir danskar krónur. ....og ýmislekt annað fékk að fljóta með í pokana :P Notaleg tilfinning að geta hitað Vísakortinu í kuldanum. 


Jólasnjórinn mætti svo á jóladag í Danaveldið - degi of seint. (Ég sem var svo glöð að vera laus við hann)
Heppilegt að mamma hafði sett þennan trefil í einn af jólapökkunum mínum! Hann er úr Bianco og er TO DIE FOR að mínu mati. Geðveikt stór og flottur. Sýni ykkur kannski betri mynd við tækifæri. 

***

En núna erum við komin heim í kotið okkar og rútínan að fara í sinn vanagang. 


Það besta við það að koma heim úr ferðalögum er að geta knúsað þetta krútt! 
...henni fannst þetta heppilegur felustaður fyrir flugeldunum í gær :P Fuzzy var glaður að fá nýtt hlutverk. 


This entry was posted on fimmtudagur, 1. janúar 2015 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply