Archive for janúar 2015

Orð

yes...

Gott veganesti inn í þessa helgi.

Eigið hana góða <3

-B. 

No Comments »

CC krem - Must have !

Ef þú ætlar að eiga eina snyrtivöru í snyrtivörubuddunni þinni (fyrir utan kannski maskara) þá mæli ég með þessari snilld !!


Ég á rosa "erfitt" með að vera ómáluð því mér finnst húðin mín svo flekkótt og mislit, rauð hér og þar og dökk undir augunum. 

Ég hef prófað allskonar BB krem og verið mjög hrifin (mis hrifin eftir merkjum þó). En svo ákvað ég að slá til og prófa CC krem um daginn og uppgötvaði lífið.Valdi mér þetta fjólubláa CC krem frá L´oreal. Keypti það reyndar eitthvertíma fyrir jól á Tax free dögum og prófaði það svo núna í janúar myglunni og HÓLÍ MÓLÍ ! I´m in love. 

Ég ber það á mig með pensli sem ég fékk í jólagjöf, hef aldrei séð merkið sem hann er á Íslandi en burstinn er svona flatur og fæst ma. í merkjunum Sigma og Real Technique. 
...svo sá ég á Trendnet að það er "must" að setja kremið á sig með að nudda því á í hringi, mér finnst ég virka rosa pró þegar ég geri það svoleiðis svo það hefur örugglega helling að segja með áferðina :P


F80 Flat Kabuki™

Ég nota svo fast púður og sólarpúður með þessu drauma kremi, en það er samt algjör óþarfi finnst mér. Kremið gerir allt sem það á að gera til að húðin verði jöfn og falleg.

Klárlega must have í allar snyrtibuddur !!


1 Comment »

DIY - tækifæriskort

Afmælis og tækifæriskort þurfa ekki að kosta morðfjár (eins og þau eiga það til að gera úti í búð).

Hérna kemur hugmynd af heimatilbúnum kortum: 

Allt sem þarf er kartafla, hnífur (til að skera kartöfluna til), karton og málning.STAMPS! They are the BEST.

Og svo er bara að leyfa hugmyndafluginu að ráða för um hvaða form verða fyrir valinu :)

Það væri ekki vitlaust að gera slatta af kortum þegar maður er í föndurstuði og eiga þau svo bara til á "lager" heima hjá sér, því þegar maður er að fara í boð er svo hentugt að geta gripið kort með lítill fyrirhöfn. (og detta ekki í post it miðana sem príða oft gjafir frá mér) 

*****

Ég prófaði sjálf að nota kartölfu sem stimpil þegar ég bjó til kodda síðasta sumar svo ég veit að þetta er ekkert mál. Það er rosa auðvelt að skera út falleg form á kartöfluna.
 (Sjá nánar HÉR)


No Comments »

Friday

Gleðilegan fössara !- B. 

No Comments »

Miðvikudagsspekin


Fyrir mér er þetta frelsi <3

- B.

1 Comment »

DIY - Ljós vol 2


Hugmyndaflug hjá fólki getur verið svo ótrúlega skemmtilegt.
Ég hef rekist á allskonar flottheit búið til úr pappír - þessi ljós eru eitt af því.

Hvernig pappírinn er brotinn til að fá út svona munstur veit ég ekki, en ég reikna með að youtube gæti verið góður aðstoðarmaður með það :)

Kemur líka svolítið skemmtilega út að skipta um snúru og setja einhvern lit í staðin fyrir standard hvíta (segir manneskjan sem vill hafa allt hvítt!).


No Comments »

DIY - Kertastjaki

Þetta er enn eitt sniðuga, ódýra og einfalda DIY verkefnið. 

Verst að jólin eru nýbúin annars hefði þetta eflaust verið snilld í einhvern pakkann ....En það má auðvitað vera séður og fara að safna í hugmyndabankann fyrir næstu jól, þau verða örugglega komin áður en maður nær að blikka augunum.


Allt sem þarf er leirklessa (td. trölladeig eða leir sem keyptur er í föndurbúð), sprittkerti og hnífur. Leirinn er síðan mótaður í það lag/form sem manni finnst henta og stjakinn síðan bakaður eða látinn harna (eftir því hvaða leir maður er að nota) og svo væri jafnvel hægt að splæsa í smá málningu á herlegheitin eftir á :)

Make this geometric clay pot from air dry clay!

Mér finnst rosa fallegt þegar hliðarnar eru svona sléttar og hornin hvöss. ...og staðreyndin að engir tveir stjakar séu eins.2 Comments »

Kókoskúlur - aftur til fortíðar

Um daginn fékk ég þá flugu í höfuðið að mig langaði í kókoskúlur, þessar gömlu góðu sem maður "bakaði" í matreiðslu þegar maður var polli. 
Þetta er ekkert sérlega flókið verkefni en alveg afskaplega gott.Ég gerði enga hollustu útgáfu, heldur googlaði bara einhverja góða sem ég ákvað að prófa, þessi er af www.eldhus.is (og ég hafði hana tvöfalda).

  • 100 gr. smjör
  • 1 dl. sykur
  • 3 dl. haframjöl
  • 2 msk. kakó
  • 1. tsk. vanilludropar
  • Kókosmjöl til að dýfa kúlunum í


Fullkomið helgar verkefni.

Verði ykkur að góðu og góða helgi !! 


1 Comment »

Jólagjafir 2014 - vol 1

Ég fékk ótrúlega margar fallegar og góðar jólagjafir í ár.

Ein af þeim eru tvær vörur frá Lush sem mákonukrúttið og kærastinn hennar gáfu mér (Lush var einu sinni staðsett í Kringlunni og lét alla Kringluna anga svo maður fékk eiginlega höfuðverk af því að labba í 50 metra radíus framhjá búðinni).


Önnur varan heitir Rub Rub Rub og er SJÚKUR líkamsskrúbbur til að taka með sér í sturtu. Það eru korn í skrúbbnum sem fjarlægja yndislegu dauðu húðfrumurnar sem allir eru svo ólmir í að missa og lyktin af honum er dásamleg ! Fersk myntu lykt svo manni líður eins og maður sé í spa ...minnir mig amk óendanlega mikið á myntu gufuna í Baðstofunni í Laugum. 


Hin varan er næring fyrir líkamann. Packed full of ingredients to feed and nourish the skin: argan oil, cocoa butter, cupuacu butter, brazil nut oil, almound oil and shea butter
.... hahah ég fékk samt aðvörun með þessum skrúbb: að passa mig á honum því maður verður svo sleipur af notkun á honum að það er hætta á að fljúga á hausinn í sturtunni :P****


Eitt skemmtilegt við vörurnar til viðbótar er það að á hverri dós (held ég, amk á mínum tveim) er límmiði með nafni og teiknaðri mynd af manneskjunni sem bjó vöruna til og setti hana í dósina.

...oooog ef þú kemur með 5 box utan af möskum frá þeim til baka í búðina eftir notkun, færðu einn frían maska í staðin. 


Ég skora á ykkur sem eigið leið til þeirra landa sem selja Lush vörur að prófa litlar dósir af þessu, já eða kippa með og gefa í gjafir. Þetta hitt sko beint í mark hjá mér :)

No Comments »

Dýrahausar

Mér finnst hausar svolítið skemmtilegir :)

Hefði ekkert á móti því að eignast einn fallegan og skella honum upp á vegg...

chic faux taxidermy

wish this would go on sale. would love this for wilson's room.

Faux Bison Taxidermy • Antique White Resin Bison Head w/Gold Glitter HornsWhite Faux Taxidermy - White Ram Head w/Gold Horns - The Adin - Faux Taxidermy - Chic & Trendy

Glam wall decor

1 Pink Mini Resin Elephant Head- Resin Pink Faux Taxidermy- Chic & Trendy via Etsy

White Faux Taxidermy Deer


2 Comments »

Janúar innblástur#truth

Hot Air Balloon Planter and Free Printable Inspired By Oz The Great and Powerful - Mom 4 Real

true.

Positive and inspiring quotes #quotes #inspirationalquotesaboutlife #lifequotes #quotesoftheday #quotesonlife #inspirationalquotes

50

positive quotes   *A lot of my friends had access to the best/many blessings, but haven't made much use of it.  I wish them well, though.


Það er svo notaleg tilfinning að hugsa til þess að maður er leikstjóri í sínu eigin lífi ...og oftar en ekki er það maður sjálfur sem stoppar sig frá því að láta hlutina sem mann dreymir um að gera eða eignast verða að veruleika.

Ég ætla að eiga gott 2015 og til þess þarf ég aðeins að framkvæma nokkra hluti - Sá stæsti er að rækta sjálfan mig og stunda virka sjálfskoðun. Ég er búin að finna leið sem hentar mér glimrandi vel hvað sjálfskoðun og styrkingu varðar. Ég skora á ykkur að reyna nokkrar leiðir og finna hvað hentar ykkur best. Þá gerast kraftaverk :) 


No Comments »

DIY - Fjaðraljós

Í íbúðinni okkar er auka herbergi, aka "drasl herbergi" sem eflaust flestir kannast við. Það er einhvernvegin alveg sama hversu oft það er tekið í gegn og miklu hent það er alltaf drasl í því sem á ekkert heimili í íbúðinni.

Núna er komið að enn einu skiptinu sem á að fara að taka þetta blessaða herbergi í gegn og þetta DIY gæti veitt innblástur í það mission því í loftinu hefur hangið svona ljótt pappírsljós síðan við fluttum inn. Eitt sinn hefur það eflaust verið hvítt en það er mjög gulleitt at the moment.
Ég hef fengið margar hugmyndir af fallegum DIY-loftljósum en ekki komið neinni þeirra í verk... kannski vegna þess að ég kýs yfirleitt að hafa lokað inn í þetta herbergi ? Hver veit. 

Ætli ég leggi í þessa ?
No Comments »

2015 - Gleðilegt nýtt ár

Hæ hó! 
Gleðilegt ár og takk fyrir lesturinn á síðasta ári <3 Ég eyddi hátíðunum á erlendri grundu með fjöllunni og ákvað að senda tölvuna í jólafrí á meðan.
Áður en við yfirgáfum landið var allt jólaskreytt og gert fínt því við vorum svo heppin að geta lánað íbúðina okkar, bílinn og fengið pössun fyrir hundinn allt í sama pakkanum á meðan við vorum í burtu. Mjöööög heppilegt fyrir þjófhræddu mig að þurfa ekki að láta pleisið standa autt.


Síðustu jólagjafirnar voru svo verslaðar fyrir danskar krónur. ....og ýmislekt annað fékk að fljóta með í pokana :P Notaleg tilfinning að geta hitað Vísakortinu í kuldanum. 


Jólasnjórinn mætti svo á jóladag í Danaveldið - degi of seint. (Ég sem var svo glöð að vera laus við hann)
Heppilegt að mamma hafði sett þennan trefil í einn af jólapökkunum mínum! Hann er úr Bianco og er TO DIE FOR að mínu mati. Geðveikt stór og flottur. Sýni ykkur kannski betri mynd við tækifæri. 

***

En núna erum við komin heim í kotið okkar og rútínan að fara í sinn vanagang. 


Það besta við það að koma heim úr ferðalögum er að geta knúsað þetta krútt! 
...henni fannst þetta heppilegur felustaður fyrir flugeldunum í gær :P Fuzzy var glaður að fá nýtt hlutverk. 


No Comments »