Jólagjafir -- DIY - Hitaplatti

Ég er í ca. 5 saumaklúbbum ....en í engum þeirra er saumað. 
Þið vitið hvernig þetta virkar - "Kjaftaklúbbur" væri réttara orð þar sem þetta snýst aðallega um að borða mat eða sætindi og "cash up". 

Í þrem klúbbunum er hefð fyrir jólagjafaskiptum á þessum árstíma og allir þeirra hafa sína útfærslu af því. Mig langar að deila þessu með ykkur: 

1) Mjög hefðbundið - Öll NÍTJÁN nöfnin fara í pott og einn kærastinn tekur að sér að draga og senda nafnið á leynivinkonunni með tölvupósti á viðkomandi vin. (Þessi aðferð var þróuð vegna þess að það er mjög hæpið að allar nítján komist í saumaklúbbinn þegar það er dregið).
Budget er sett og allir eiga að kaupa gjöf handa þeirri sem kom með tölvupóstinum.
Í jólasaumónum er síðan öllum pökkunum komið laumulega fyrir undir tré og síðan er þeim útbýtað þegar allir eru mættir. Ein opnar í einu og á að giska hver gaf sér... stundum tekst það, en stundum er það lífsins ómögulegt. 
Ótrúlega skemmtilegt !! Og á hverju ári fær maður svo margar góðar hugmyndir af gjöfum þegar það er verið að opna... en er búin að gleyma þeim öllum þegar maður á að fara að kaupa gjöf árið eftir. 

2) Þessi hópur er nýjungagjarn með eindæmum. Það hafa verið allskonar útfærslur af gjöfum en sú í ár er eiginlega uppáhalds. Budgetið er 1500 kr -- í staðin fyrir að allir séu með höfuðverk yfir því hvað hægt sé að kaupa fyrir þessar blessuðu 1500 kr þá stoppa allir í hraðbanka á leiðinni í jólasaumóinn og taka út peninginn, mæta með hann og honum er safnað saman. Svo verða fundin 1-2 heimili sem fá peninginn eða gjafir. (Við vorum 14 síðast þegar ég taldi svo þetta er ágætis upphæð).

3) Fyrir þennan saumaklúbb er alltaf mesti hausverkurinn !! Alla malla sko. - Nöfin eru sett í pott og hver og ein dregur sér vin. Allar gjafirnar verða svo að vera heimatilbúnar og budgetið til að kaupa "hráefnið" eru 1500 kr.
Ég byrjaði í nóvember að hugsa og hugsa og hugsa hvað ég gæti gert.
Ég endaði á að gera smá DIY sem ég ætla að sýna ykkur. (Ég er búin að gefa gjöfina svo ég er ekki að skemma neinn jólaglaðning).

Niðurstaðan var ss. heimatilbúinn hitaplatti.

Keypti kúlurnar í Litir & föndur á Skólavörðustíg, ásamt girni - ætlaði að kaupa þær hvítar en þær voru ekki til í rættir stærð (og ekki gafst tími til að mála þær).
Stykkið kostaði 35 krónur og ég þurfti 30 stk.
(Afgangurinn af 1500 krónunum fór í smá auka sprell, sem ekki var heimatilbúið)


Uppskriftina fann ég á Pinterest (hvað annað?) og hermdi eftir step by step. 

Hérna er "listaverkið" - fullkomnunaráráttan mín var ekki alveg nógu sátt. En þetta varð bara að vera nógu gott. Tekur sig eflaust vel út á eldhúsborði með pott eða pönnu ofaná sér.

Ég skrifaði smá texta/sögu með þessu og skírði dúlluna "Hauk hitaplatta" og það vakti mikla lukku. (Svona ef ské kynni að ekki væri augljóst hvað þetta væri)


Girnið var aðeins of "lint" til að stjarnan gæti hangið svona. En ef ég hefði notað vír eða eitthvað annað sniðugt hefði þetta kannski verið útkoman. 

GLEÐILEG FÖNDURJÓL !


This entry was posted on mánudagur, 15. desember 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply