Ég elska instagram.
Sérstaklega eftir að "explore" varð íslenskt :P Get alveg gleymt mér í að skoða myndir frá öðrum.
Síðustu vikur hef ég vistað nokkrar myndir af insta niður í símann minn og langar að deila með ykkur.
Fullkomin jólagjöf fyrir foreldra.. eða ömmu og afa.
Sigga & Timo eru alltaf með puttann á púlsinum. Það er bæði hægt að fá plattann í lyklakippu og hálsmeni og jafnvel með fótsporinu sem fylgir foreldrum heim af fæðingardeildinni ef barnið er ekki fært um að teikna listaverk eins og hérna að ofan.
Ó hvað þessi eru falleg. Hefði ekkert á móti því að fá annað þeirra upp úr jólapakkanum þessi jólin.
Þessi dúlla datt í lukkupottinn og fékk drauma bílinn minn (Audi Q7) í smækkaðri útgáfu. Ekki amalegt að fara á rúntinn á þessum.
Kristjana fékk mig til að hlæja !! HAHAH.
Mig langar ekkert í Omaggio vasann en ég væri alveg til í að prófa þetta klósett.
Gull pallíettu jakki - Ég þrái þig enn ! Þessa skvísu finnst mér gaman að followa.
Það er greinilega hægt að gera allan fjandann úr pappír !
Spurning um að fara að googla... hefði amk. ekkert á móti því að eiga einn svona uppi á vegg.
HAHAH! Þetta finnst mér fyndið.
Ég er týpan sem fíla klessu maskara, svo þetta er ágætis áminning um að öllu má nú ofgera :P
Flott DIY verkefni. Ég fór í búð í bænum núna í byrjun desember og sá svona hús á 7990 kr (keypti þau reyndar ekki).
Ég hafði ekki hugmyndaflug í að ég gæti búið þau til sjálf, Mig langaði í húsin til að nota þau sem aðventukrans. Kannski að ég fari í þetta mission 2015 og eigi fallegan húsa-aðventukrans fyrir næstu jól :P
Ég hafði ekki hugmyndaflug í að ég gæti búið þau til sjálf, Mig langaði í húsin til að nota þau sem aðventukrans. Kannski að ég fari í þetta mission 2015 og eigi fallegan húsa-aðventukrans fyrir næstu jól :P
Strompurinn er ss. notaður sem kertastjaki fyrir lítil/löng kerti.
Eitt orð - VÁ !
Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig þetta er hægt.
Ógeðslega notalegt & jólaskreytt eldhús.
...mig langar eiginlega bara í heitt kakó þegar ég horfi á þetta.
Einmitt textinn sem ég þurfti að lesa þann daginn. TAKK Hugrún.