Archive for desember 2014

Instagram rúnturinn

Ég elska instagram. 
Sérstaklega eftir að "explore" varð íslenskt :P Get alveg gleymt mér í að skoða myndir frá öðrum. 

Síðustu vikur hef ég vistað nokkrar myndir af insta niður í símann minn og langar að deila með ykkur. 


Fullkomin jólagjöf fyrir foreldra.. eða ömmu og afa.
Sigga & Timo eru alltaf með puttann á púlsinum. Það er bæði hægt að fá plattann í lyklakippu og hálsmeni og jafnvel með fótsporinu sem fylgir foreldrum heim af fæðingardeildinni ef barnið er ekki fært um að teikna listaverk eins og hérna að ofan.


Ó hvað þessi eru falleg. Hefði ekkert á móti því að fá annað þeirra upp úr jólapakkanum þessi jólin.


Þessi dúlla datt í lukkupottinn og fékk drauma bílinn minn (Audi Q7) í smækkaðri útgáfu. Ekki amalegt að fara á rúntinn á þessum. 


Kristjana fékk mig til að hlæja !! HAHAH. 
Mig langar ekkert í Omaggio vasann en ég væri alveg til í að prófa þetta klósett. 


Gull pallíettu jakki - Ég þrái þig enn ! Þessa skvísu finnst mér gaman að followa.


Það er greinilega hægt að gera allan fjandann úr pappír ! 
Spurning um að fara að googla... hefði amk. ekkert á móti því að eiga einn svona uppi á vegg. 


HAHAH! Þetta finnst mér fyndið. 
Ég er týpan sem fíla klessu maskara, svo þetta er ágætis áminning um að öllu má nú ofgera :P


Flott DIY verkefni. Ég fór í búð í bænum núna í byrjun desember og sá svona hús á 7990 kr (keypti þau reyndar ekki).
Ég hafði ekki hugmyndaflug í að ég gæti búið þau til sjálf, Mig langaði í húsin til að nota þau sem aðventukrans. Kannski að ég fari í þetta mission 2015 og eigi fallegan húsa-aðventukrans fyrir næstu jól :P
Strompurinn er ss. notaður sem kertastjaki fyrir lítil/löng kerti.


Eitt orð - VÁ !
Mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig þetta er hægt. 


Ógeðslega notalegt & jólaskreytt eldhús.
...mig langar eiginlega bara í heitt kakó þegar ég horfi á þetta.


Einmitt textinn sem ég þurfti að lesa þann daginn. TAKK Hugrún. 


Það er bara eitthvað við blómakransa og þríhyrninga... 
Ég fæ bara ekki nó !


Þessi tvö - alltof flott par.


Ótrúlega falleg stofa - Minnir mig svolítið á myndirnar af fallega heimilinu hennar Svönu á Trendnet sem er dugleg að deila þeim með lesendum myndum. 

No Comments »

Jólagjafir -- DIY - Hitaplatti

Ég er í ca. 5 saumaklúbbum ....en í engum þeirra er saumað. 
Þið vitið hvernig þetta virkar - "Kjaftaklúbbur" væri réttara orð þar sem þetta snýst aðallega um að borða mat eða sætindi og "cash up". 

Í þrem klúbbunum er hefð fyrir jólagjafaskiptum á þessum árstíma og allir þeirra hafa sína útfærslu af því. Mig langar að deila þessu með ykkur: 

1) Mjög hefðbundið - Öll NÍTJÁN nöfnin fara í pott og einn kærastinn tekur að sér að draga og senda nafnið á leynivinkonunni með tölvupósti á viðkomandi vin. (Þessi aðferð var þróuð vegna þess að það er mjög hæpið að allar nítján komist í saumaklúbbinn þegar það er dregið).
Budget er sett og allir eiga að kaupa gjöf handa þeirri sem kom með tölvupóstinum.
Í jólasaumónum er síðan öllum pökkunum komið laumulega fyrir undir tré og síðan er þeim útbýtað þegar allir eru mættir. Ein opnar í einu og á að giska hver gaf sér... stundum tekst það, en stundum er það lífsins ómögulegt. 
Ótrúlega skemmtilegt !! Og á hverju ári fær maður svo margar góðar hugmyndir af gjöfum þegar það er verið að opna... en er búin að gleyma þeim öllum þegar maður á að fara að kaupa gjöf árið eftir. 

2) Þessi hópur er nýjungagjarn með eindæmum. Það hafa verið allskonar útfærslur af gjöfum en sú í ár er eiginlega uppáhalds. Budgetið er 1500 kr -- í staðin fyrir að allir séu með höfuðverk yfir því hvað hægt sé að kaupa fyrir þessar blessuðu 1500 kr þá stoppa allir í hraðbanka á leiðinni í jólasaumóinn og taka út peninginn, mæta með hann og honum er safnað saman. Svo verða fundin 1-2 heimili sem fá peninginn eða gjafir. (Við vorum 14 síðast þegar ég taldi svo þetta er ágætis upphæð).

3) Fyrir þennan saumaklúbb er alltaf mesti hausverkurinn !! Alla malla sko. - Nöfin eru sett í pott og hver og ein dregur sér vin. Allar gjafirnar verða svo að vera heimatilbúnar og budgetið til að kaupa "hráefnið" eru 1500 kr.
Ég byrjaði í nóvember að hugsa og hugsa og hugsa hvað ég gæti gert.
Ég endaði á að gera smá DIY sem ég ætla að sýna ykkur. (Ég er búin að gefa gjöfina svo ég er ekki að skemma neinn jólaglaðning).

Niðurstaðan var ss. heimatilbúinn hitaplatti.

Keypti kúlurnar í Litir & föndur á Skólavörðustíg, ásamt girni - ætlaði að kaupa þær hvítar en þær voru ekki til í rættir stærð (og ekki gafst tími til að mála þær).
Stykkið kostaði 35 krónur og ég þurfti 30 stk.
(Afgangurinn af 1500 krónunum fór í smá auka sprell, sem ekki var heimatilbúið)


Uppskriftina fann ég á Pinterest (hvað annað?) og hermdi eftir step by step. 

Hérna er "listaverkið" - fullkomnunaráráttan mín var ekki alveg nógu sátt. En þetta varð bara að vera nógu gott. Tekur sig eflaust vel út á eldhúsborði með pott eða pönnu ofaná sér.

Ég skrifaði smá texta/sögu með þessu og skírði dúlluna "Hauk hitaplatta" og það vakti mikla lukku. (Svona ef ské kynni að ekki væri augljóst hvað þetta væri)


Girnið var aðeins of "lint" til að stjarnan gæti hangið svona. En ef ég hefði notað vír eða eitthvað annað sniðugt hefði þetta kannski verið útkoman. 

GLEÐILEG FÖNDURJÓL !


No Comments »

Desember

I aim for each day, but this December, I'll be forced to remember each day

Gerum þetta að eftirminnilegum desember mánuði.
No Comments »