Teppadagur. . .

Á köldum nóvemberdögum er svolítið erfitt að skríða undan heitri sænginni á morgnanna. Þá er nú alveg kjörið að geta klætt sig í teppi áður en maður heldur af stað út í daginn... 


... Ég fékk mér þetta "teppi" í haust. 
Sjúklega djúsí peysa sem ég fékk í VILA og kostaði reyndar alveg slatta miðað við hvað VILA er yfirleitt með sanngjörn verð. En ég lét mig hafa það og hét sjálfum mér að nota peysunum því mun meira :)

Ég er búin að nota hana slatta og er sjúklega ánægð með kaupin... þangað til ég fer í úlpu yfir, þá er þetta ekki alveg jafn "töff", að vera með hangandi teppi niður undan úlpunni. (Þið getið séð þetta fyrir ykkur)

En hver vill ekki mæta í sænginni sinni í vinnuna :P 

PS. Ein og hálf vika í skóla-jólafrí ! Þá verður sko DIY-að :D :D


 

This entry was posted on miðvikudagur, 26. nóvember 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Teppadagur. . . ”

  1. HAHAHA mér fannst þú flott í úlpunni yfir :) kv Arna

    SvaraEyða