Samanburðarhornið. . .

Ég er týpan sem kaupir sér frekar fimm ódýra kjóla sem ég get notað 1x hvern og losað mig svo bara við þá með góðri samvisku í staðin fyrir að kaupa einn dýran sem ég þarf helst að fara í 10 x svo ég geti "réttlætt" kaupin. (...þótt ég sé að drífa mig að þroskast upp úr þessu kaupæði og dýrari flíkur farnar að lauma sér inn á milli í skápinn minn).

Mig langar að sýna ykkur eina snilldina sem ég var að rekast á, sem er dæmi um hversvegna ég elska að versla á Kínverskum síðum! (Fyrir utan stærðarugl)

*****

Rakst á þennan á vefsíðunni Nasty gal sem selur fullt af dásamlega fallegum fötum....
Hann kostar $220 eða ca. 27.000 ISK


Ég vissi að ég hefði séð hann áður svo ég bar hann saman við kjól af (uppáhalds kínversku) síðunni Sheinside 
Sá kjóll kostar $23,39 eða ca. 2.900 ISK


Bæði verðin eru án sendingarkostnaðs til Íslands, tolla og skatta. 


Það má vel vera að gæðin í efnunum séu ólík og fleiri ástæður séu fyrir þessum 25 þúsund króna verðmun, en fyrir mér er þetta reikningsdæmi frekar einfalt (Ef um að ræða svona kjól sem yrði max notaður 2-3 sinnum) ;) 


Happy shoppingThis entry was posted on miðvikudagur, 19. nóvember 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

3 Responses to “ Samanburðarhornið. . . ”

 1. Vá snilld! en veistu hvort stærðirnar séu í lagi? kv. ein hávaxin :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Síðan gefur upp mál í cm fyrir "shoulder, bust, waist size, length og sleeve length" í hverri stærð fyrir sig (small medium og large).
   Ég held að það sé vel hægt að treysta því ef þú hefur tök á að mæla þig.
   Ég hef keypt nokkrar vörur frá þeim í öllum stærðum og er búin að finna út að medium er mín stærð (nota ca. 10 UK og 36-38 í EU) ...það var ekki fræðilegur möguleiki að ég gæti troðið mér í small flíkina sem ég pantaði.
   Ég hef samt ekki pantað þennan kjól ;)

   Eyða
  2. Takk kærlega fyrir svarið og fyrir mjög skemmtilegt blogg! fylgist mikið með síðunni þinni:) kv. Auður

   Eyða