Ný netverslun fyrir herra - Tilvalið í jólapakkann

Ég fæ reglulega boð á facebook að like-a hinar og þessar síður. Ég verð að viðurkenna að mér leiðast oft svona boð en í þetta skipti smellti ég á linkinn og viti menn - varð frekar spennt. 

Ástæðan er sú að mér finnst oft vanta netverslanir með dóteríi og tækifærisgjöfum fyrir karlmenn, þótt það sé ekki nema bara til að fá innblástur. 
Þessi síða er einmitt þannig - Tækifærisgjafir fyrir herramenn. 


Síðan heitir Hannah og má finna hér ...opnar að vísu ekki fyrr en 28 nóv en það er komið smá sneak peek á facebook. 


Tekið af facebook síðunni þeirra: 

Mikið hlökkum við óskaplega til þess að opna litlu búðina okkar fyrir jólin! Dásamlegar vörur á leiðinni til okkar beint frá hönnuðum um allan heim!

Fylgist með þegar við tínum til skemmtilegar tækifærisgjafir á næstu dögum, pantið í sófanum heima og fáið sent daginn eftir.

Þetta lofar góðu, er spennt að sjá hvað bætist við vöru úrvalið þegar búðin opnar.

This entry was posted on laugardagur, 15. nóvember 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply