Jólaföndur - Snjókorn

Alltaf gaman að sjá gamlar færslur skjótast upp á "vinsælast í vikunni" listann sem er hérna hægra megin á síðunni.
Í þessari viku birtist óvænt "DIY - Perluð snjókorn" færslan sem ég skrifaði í fyrra. 

Ástæðan fyrir að mér finnst þetta tilfelli extra skemmtilegt er sú að ég er einmitt að hugsa mér gott til glóðarinnar að perla nokkur snjókorn til viðbótar fyrir þessi jól.

Í dag er sá merkisdagur - SÍÐASTI SKÓLADAGUR ANNARINNAR ! Haleúja :) Þá hefst lokaprófslesturinn mikli en það er sem betur fer bara vika í að þessi geðveiki taki enda og ég get farið að jólast og þar á meðal að perla snjókorn.

Ég rakst á svo flotta uppstillingu á instagram sem ég ætla mér mögulega að leika eftir. Held að þetta taki sig vel út á svarta eldhúsborðinu mínu.

*** 

Eigið góðan laugardag - Kveðja úr kennslustofunniThis entry was posted on laugardagur, 29. nóvember 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply