Líf mitt snýst um að éta-sofa-vinna-læra þessa dagana! Ekki beint party :S
...og instagrammið hefur endurspeglað það. Annað hvort engar myndir eða myndir af mat! Sem er yfirleitt hápunktur dagsins..og mér sem þykir almennt séð leiðinlegt að borða.
Fiskisúpa frá Ostabúðinni - Eitt best geymda leyndarmál Reykjavíkur er veitingastaðurinn í kjallaranum á Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Ég bara fæ ekki nóg af fiskisúpunni þar, en auðvitað er margt annað girnilegt á boðstólnum. Td. fiskur dagsins, salöt og brusettur. Ef þig langar að líta upp úr skólabókunum eitthvað hádegið þá eru þau með opið frá 11-14 á virkum dögum og þú verður ekki fyrir vonbrigðum !!
Ég veit ekki hvernig ég lifði áður en vinkonur mínar kynntu mig fyrir þessum stað og mönuðu mig í að smakka þessa súpu.
Kertaljós og hátíðarmolar frá Freyju - Það er eina jólastemmingin sem ég býð sjálfri mér uppá fyrr en eftir lokapróf !
Pönnukökur og próflærdómur - Magnað hvað ég finn mér alltaf eitthvað annað að gera þegar ég á að vera að læra. Skellti í pönnsur fyrir okkur Richard í dag í þessu leiðinlega en kósý veðri sem dansar á glugganum. ...og núna er ég aaaalveg að fara að byrja að lesa. :P
Njótið sunnudagsins !