DIY - Umræður

Eins og ég sagði ykkur frá HÉR þá komum við bekkjasysturnar af stað hópi á facebook sem heitir "DIY - umræður". Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með honum stækka og núna eru komnir yfir 2000 meðlimir í hópinn.

Inni í hópnum er fólk að deila hugmyndum og fá ráð hjá öðrum um hitt og þetta sem tengist "do it yourself".

Fyrir helgi rakst ég á rosa skemmtilega hugmynd frá Bergþóru sem búsett er í Svíþjóð og ákvað að gefa stofuborðinu sínu meira líf og ég fékk leyfi frá henni til að deila hugmyndinni með ykkur. Lýsingin hennar á verkefninu er svona:

 "Ég notaðist ekki við neinn grunn og pússaði ekki, þar sem borðið var fyrir slétt og órispað. Ég átti afganga af hvítum lakklit og keypti ég þennan gulllitaða í föndurbúð. Svo er það bara málningarlímband og sleppa hugmyndafluginu á flug"

Ótrúlega skemmtilegt !!

Það eru allir velkomnir í hópinn svo skelltu þér á facebook og vertu með. 

This entry was posted on mánudagur, 24. nóvember 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply