Aðventukransaleikur Hrím

Jess ! Ég þarf að segja ykkur frá snilldarleik sem ég get ekki beðið eftir að hefji göngu sína. 

Ég er ss. að followa allan fjandan á instagram eins og ég hef komið inná áður hérna á þessari síðu minni, mis gáfulegar eru þessar síður sem ég elti en ein af þeim og pínu uppáhalds er Hrím (þið vitið, fallega búðin á Laugaveginum sem okkur Ronju finnst æðislegt að kíkja inní reglulega í gönguferðunum okkar). Í dag slökkti ég á heilabúinu og tók instagram rúnt og rakst þar á mynd sem Hrím setti inn af fallegum aðventukransi. ...það var ekki meira slökkt á heilanum en það að ég las textan fyrir neðan myndina og sá að þau eru að fara af stað með leik í samstarfi við Trendnet sem snýst um að instagrammarar birta myndir af frumlegum og skemmtilegum aðventukrönsum og hasstaggi til að komast í pottinn.Ástæðan fyrir því að ég er svona spennt fyrir þessum leik er ekki sú að ég hafi einhverra hagsmuna að gæta eða fái borgað fyrir að skrifa þessa færslu, heldur sú að í nokkur ár hefur mig langað í nýjan aðventukrans, helst heimatilbúinn en ekki fundið uppskrift né hugmynd af þeim eina rétta og bind þar af leiðandi miklar vonir að núna sé tíminn !!

Pinterest hefur ekki verið að sinna skildu sinni í þessu svo PLÍS ! Takið þátt í þessum leik og komiði með hugmyndir fyrir okkur hin.

Leyfi smá innblæstri að fylgja með...

advent.

Candles on a cake stand - such an easy holiday centerpiece!Christmas simplicity

TrendenserLove these for an Advent wreath

DIY wood bead wreathPinecone candleThis entry was posted on föstudagur, 14. nóvember 2014 and is filed under , , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Aðventukransaleikur Hrím ”

  1. þetta er snilld. Ég þarf nú að elta hrím um instagram veröldina líka. Takk fyrir að deila, þetta hljómar spennandi.
    kær kveðja elsku Ragnhildardóttir
    kv Stína

    SvaraEyða