Archive for nóvember 2014

Instagram

Líf mitt snýst um að éta-sofa-vinna-læra þessa dagana! Ekki beint party :S

...og instagrammið hefur endurspeglað það. Annað hvort engar myndir eða myndir af mat! Sem er yfirleitt hápunktur dagsins..og mér sem þykir almennt séð leiðinlegt að borða. 


Fiskisúpa frá Ostabúðinni - Eitt best geymda leyndarmál Reykjavíkur er veitingastaðurinn í kjallaranum á Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Ég bara fæ ekki nóg af fiskisúpunni þar, en auðvitað er margt annað girnilegt á boðstólnum. Td. fiskur dagsins, salöt og brusettur. Ef þig langar að líta upp úr skólabókunum eitthvað hádegið þá eru þau með opið frá 11-14 á virkum dögum og þú verður ekki fyrir vonbrigðum !!
Ég veit ekki hvernig ég lifði áður en vinkonur mínar kynntu mig fyrir þessum stað og mönuðu mig í að smakka þessa súpu. 



Kertaljós og hátíðarmolar frá Freyju - Það er eina jólastemmingin sem ég býð sjálfri mér uppá fyrr en eftir lokapróf !


Pönnukökur og próflærdómur - Magnað hvað ég finn mér alltaf eitthvað annað að gera þegar ég á að vera að læra. Skellti í pönnsur fyrir okkur Richard í dag í þessu leiðinlega en kósý veðri sem dansar á glugganum. ...og núna er ég aaaalveg að fara að byrja að lesa. :P

Njótið sunnudagsins !




No Comments »

Fyrsti í aðventu

nib utfordring: jul, jul, strålande jul (via Bloglovin.com )

Svooo notalegur tími framundan - aðventan er eiginlega of kósý.

Gleðilega aðventu.

- B. 

No Comments »

Jólaföndur - Snjókorn

Alltaf gaman að sjá gamlar færslur skjótast upp á "vinsælast í vikunni" listann sem er hérna hægra megin á síðunni.
Í þessari viku birtist óvænt "DIY - Perluð snjókorn" færslan sem ég skrifaði í fyrra. 

Ástæðan fyrir að mér finnst þetta tilfelli extra skemmtilegt er sú að ég er einmitt að hugsa mér gott til glóðarinnar að perla nokkur snjókorn til viðbótar fyrir þessi jól.

Í dag er sá merkisdagur - SÍÐASTI SKÓLADAGUR ANNARINNAR ! Haleúja :) Þá hefst lokaprófslesturinn mikli en það er sem betur fer bara vika í að þessi geðveiki taki enda og ég get farið að jólast og þar á meðal að perla snjókorn.

Ég rakst á svo flotta uppstillingu á instagram sem ég ætla mér mögulega að leika eftir. 



Held að þetta taki sig vel út á svarta eldhúsborðinu mínu.

*** 

Eigið góðan laugardag - Kveðja úr kennslustofunni



No Comments »

Masterline - leikur

Mig langar rooosa í gjafapoka með dásamlegu vörunum frá Masterline - En þig ?

Ég rak augun í facebook síðu Masterline og á henni er skemmtilegur jólaleikur sem þau voru að setja í gang. Það eru fáir búnir að líka við síðuna þeirra þar sem hún er ný, svo líkurnar á vinningi eru miklar :P 

Smelltu HÉR og tékkaðu á þessum leik og fáðu dekur glaðning fyrir jólin. 



Tek það fram að ég tengist þessum leik ekki neitt, er bara þáttakandi og ánægður viðskiptavinur Masterline eins og hver annar :) 


No Comments »

Teppadagur. . .

Á köldum nóvemberdögum er svolítið erfitt að skríða undan heitri sænginni á morgnanna. Þá er nú alveg kjörið að geta klætt sig í teppi áður en maður heldur af stað út í daginn... 


... Ég fékk mér þetta "teppi" í haust. 
Sjúklega djúsí peysa sem ég fékk í VILA og kostaði reyndar alveg slatta miðað við hvað VILA er yfirleitt með sanngjörn verð. En ég lét mig hafa það og hét sjálfum mér að nota peysunum því mun meira :)

Ég er búin að nota hana slatta og er sjúklega ánægð með kaupin... þangað til ég fer í úlpu yfir, þá er þetta ekki alveg jafn "töff", að vera með hangandi teppi niður undan úlpunni. (Þið getið séð þetta fyrir ykkur)

En hver vill ekki mæta í sænginni sinni í vinnuna :P 

PS. Ein og hálf vika í skóla-jólafrí ! Þá verður sko DIY-að :D :D


 

1 Comment »

DIY - Umræður

Eins og ég sagði ykkur frá HÉR þá komum við bekkjasysturnar af stað hópi á facebook sem heitir "DIY - umræður". Það er búið að vera ótrúlega gaman að fylgjast með honum stækka og núna eru komnir yfir 2000 meðlimir í hópinn.

Inni í hópnum er fólk að deila hugmyndum og fá ráð hjá öðrum um hitt og þetta sem tengist "do it yourself".

Fyrir helgi rakst ég á rosa skemmtilega hugmynd frá Bergþóru sem búsett er í Svíþjóð og ákvað að gefa stofuborðinu sínu meira líf og ég fékk leyfi frá henni til að deila hugmyndinni með ykkur. 



Lýsingin hennar á verkefninu er svona:

 "Ég notaðist ekki við neinn grunn og pússaði ekki, þar sem borðið var fyrir slétt og órispað. Ég átti afganga af hvítum lakklit og keypti ég þennan gulllitaða í föndurbúð. Svo er það bara málningarlímband og sleppa hugmyndafluginu á flug"

Ótrúlega skemmtilegt !!

Það eru allir velkomnir í hópinn svo skelltu þér á facebook og vertu með. 





No Comments »

Mindfulness


Ég fór á ótrúlega áhugaverðan og góðan fyrirlestur um Mindfulness síðustu helgi. Klárlega "fræði" sem maður þarf að tileinka sér og gera part af lífi sínu. 

Ef þú vilt vita meira þá geturðu kíkt á heimasíðu Hamingjuhússins 

Áfram núvitund. 

-B. 

No Comments »

Samanburðarhornið. . .

Ég er týpan sem kaupir sér frekar fimm ódýra kjóla sem ég get notað 1x hvern og losað mig svo bara við þá með góðri samvisku í staðin fyrir að kaupa einn dýran sem ég þarf helst að fara í 10 x svo ég geti "réttlætt" kaupin. (...þótt ég sé að drífa mig að þroskast upp úr þessu kaupæði og dýrari flíkur farnar að lauma sér inn á milli í skápinn minn).

Mig langar að sýna ykkur eina snilldina sem ég var að rekast á, sem er dæmi um hversvegna ég elska að versla á Kínverskum síðum! (Fyrir utan stærðarugl)

*****

Rakst á þennan á vefsíðunni Nasty gal sem selur fullt af dásamlega fallegum fötum....
Hann kostar $220 eða ca. 27.000 ISK


Ég vissi að ég hefði séð hann áður svo ég bar hann saman við kjól af (uppáhalds kínversku) síðunni Sheinside 
Sá kjóll kostar $23,39 eða ca. 2.900 ISK


Bæði verðin eru án sendingarkostnaðs til Íslands, tolla og skatta. 


Það má vel vera að gæðin í efnunum séu ólík og fleiri ástæður séu fyrir þessum 25 þúsund króna verðmun, en fyrir mér er þetta reikningsdæmi frekar einfalt (Ef um að ræða svona kjól sem yrði max notaður 2-3 sinnum) ;) 


Happy shopping



3 Comments »

Nýja uppáhaldið mitt. . .

... eru fjaðrir !

Helst ekki alvöru samt, því ég er með fuglafóbíu á hæðsta stigi. 

gold feather mug

Feather drawing, DIY, white feather

Feathered garland

Black feather

feather canldes / THE SUPER ORDINARY
Þetta mætti alveg vera aðventu kransinn minn í ár !

DIY :: feather printing

DIY paper feathers

Feather drawing, DIY, white feather

feathers calendar

paper feathers

//\\ DIY Feather Throw Blanket using potato stamp

Skorið úr kartöflu og stimplað á kodda. -- samskonar verkefni og ég gerði HÉR

***

Ég fór í sumarbústað fyrir nokkrum vikum, það var allt á kafi í snjó og þegar ég leit inn um gluggann í bústaðnum sá ég svartar stórar hrafns fjaðrir í vasa í einum herbergisglugganum !! Kom ekkert smá vel út (sérstaklega þar sem allt í kring var hvítt). Þetta væri eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér að hafa sem skraut hjá mér (ef einhver annar myndi sjá um að þurrka af því) 

Feathers♥ These feathers




No Comments »

Ný netverslun fyrir herra - Tilvalið í jólapakkann

Ég fæ reglulega boð á facebook að like-a hinar og þessar síður. Ég verð að viðurkenna að mér leiðast oft svona boð en í þetta skipti smellti ég á linkinn og viti menn - varð frekar spennt. 

Ástæðan er sú að mér finnst oft vanta netverslanir með dóteríi og tækifærisgjöfum fyrir karlmenn, þótt það sé ekki nema bara til að fá innblástur. 
Þessi síða er einmitt þannig - Tækifærisgjafir fyrir herramenn. 


Síðan heitir Hannah og má finna hér ...opnar að vísu ekki fyrr en 28 nóv en það er komið smá sneak peek á facebook. 






Tekið af facebook síðunni þeirra: 

Mikið hlökkum við óskaplega til þess að opna litlu búðina okkar fyrir jólin! Dásamlegar vörur á leiðinni til okkar beint frá hönnuðum um allan heim!

Fylgist með þegar við tínum til skemmtilegar tækifærisgjafir á næstu dögum, pantið í sófanum heima og fáið sent daginn eftir.

Þetta lofar góðu, er spennt að sjá hvað bætist við vöru úrvalið þegar búðin opnar.

No Comments »

Aðventukransaleikur Hrím

Jess ! Ég þarf að segja ykkur frá snilldarleik sem ég get ekki beðið eftir að hefji göngu sína. 

Ég er ss. að followa allan fjandan á instagram eins og ég hef komið inná áður hérna á þessari síðu minni, mis gáfulegar eru þessar síður sem ég elti en ein af þeim og pínu uppáhalds er Hrím (þið vitið, fallega búðin á Laugaveginum sem okkur Ronju finnst æðislegt að kíkja inní reglulega í gönguferðunum okkar). Í dag slökkti ég á heilabúinu og tók instagram rúnt og rakst þar á mynd sem Hrím setti inn af fallegum aðventukransi. ...það var ekki meira slökkt á heilanum en það að ég las textan fyrir neðan myndina og sá að þau eru að fara af stað með leik í samstarfi við Trendnet sem snýst um að instagrammarar birta myndir af frumlegum og skemmtilegum aðventukrönsum og hasstaggi til að komast í pottinn.



Ástæðan fyrir því að ég er svona spennt fyrir þessum leik er ekki sú að ég hafi einhverra hagsmuna að gæta eða fái borgað fyrir að skrifa þessa færslu, heldur sú að í nokkur ár hefur mig langað í nýjan aðventukrans, helst heimatilbúinn en ekki fundið uppskrift né hugmynd af þeim eina rétta og bind þar af leiðandi miklar vonir að núna sé tíminn !!

Pinterest hefur ekki verið að sinna skildu sinni í þessu svo PLÍS ! Takið þátt í þessum leik og komiði með hugmyndir fyrir okkur hin.

Leyfi smá innblæstri að fylgja með...

advent.

Candles on a cake stand - such an easy holiday centerpiece!Christmas simplicity

TrendenserLove these for an Advent wreath

DIY wood bead wreathPinecone candle



1 Comment »

Orð


Jébb... ég er að reyna að dansa! 
Við sjáumst sveitt og sæt eftir smá <3

- B. 

No Comments »