Verstfirskt - Já takk

Ég á rætur mínar að rekja á Vestfirði og eiginlega öll ættin mín býr þar.
Amma mín og afi bjuggu á bóndabæ í Ísafjarðardjúpi, sem er enn í eigu fjölskyldunnar og þau hjónakorn sendu öll börnin sín sjö í heimavistaskólann Reykjanes.

Ég hef oft heimsótt Reykjanes því þar er ótrúlega notaleg náttúrulaug eða stæsti heitapottur landsins eins og sumir kjósa að kalla sundlaugina!! Mis gruggug auðvitað en alltaf jafn skemmtilegt að koma þarna við og skella sér í sund. - Mæli með að kíkja við ef þið eigið leið um Vestfirðina. 

.....Þessvegna get ég ekki annað en valið saltið frá Saltverk Reykjaness þegar ég stóð fyrir framan saltrekkann í Bónus í gær og var að leita að salti til að fylla á saltkvörnina mína. - kostaði rétt innan við 300 kr, sem er það sama og saltið frá hinum merkjunum sem selja svona gróft salt ! (Ég kannaði reyndar ekki magnið í hinum umbúðunum, en það hefði samt ekki haft áhrif á val mitt, amk. ekki í þetta skiptið)
Vestfirskt kristalsjávarsalt frá Saltverki Reykjaness eru stórar og stökkar saltflögur sem draga fram fleiri og ríkari bragðtóna við matargerð.
Saltið er unnið með aldagamalli íslenskri aðferð sem stunduð var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á 18.öld.

Sjór úr Djúpinu er eimaður með því að leiða heitt hveravatn undir saltpönnu og eftir verður hrein afurð, náttúrulegt og umhverfisvænt kristalflögusalt.

(textinn tekinn af www.saltverk.com)

Núna verð ég bara að skella þessu í kvörnina og fara að njóta. Mæli með að þið gerið það sama. 
Svo gott að styrkja íslenskt, sérstaklega þegar það er frá vestfjörðum þar sem fólk kann að bjarga sér og búa sér til atvinnu.Hérna getið þið séð vörurnar sem Saltverk framleiðir og lesið ykkur til um aðferðina ofl. og hérna getið þið séð facebook síðuna þeirra.This entry was posted on miðvikudagur, 15. október 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply