Treflínó

Ég hef verið eitthvað andlaus í bloggi síðustu daga, enda hafa allir mínir kraftar farið í annarskonar skrif.... skrif á stóru skólaverkefni sem verður kynnt með pompi og prakt seinnipartinn í dag !

Ég skal taka mig saman í andlitinu og reyna að birta eitthvað af viti hérna strax á morgun.

***
Ég fór á miðnæturopnun í Smáralind um daginn og ætlaði að kaupa mér eitthvað fallegt.

Bráðvantaði trefil fyrir veturinn og kom heim með þessa elsku úr VILA. Sjúklega mjúkur og góður (stingur ekki) og kostaði bara um 3000 kr. ef ég man rétt.

Held að fallegir stórir treflar séu algjört möst fyrir þennan vetur. 


Er búin að bæta tveim treflum á óskalistann minn, það eru : 

Farmers Market trefillinn !


OG

Vík Prjónsdóttir - Verndarhendur. ....Get bara með engu móti valið hvaða lit mig langar mest í. 

Test: <a href="http://www.bloglovin.com/blog/12189781/?claim=bhyehxftqn6">Follow my blog with Bloglovin</a> 

Test 2 : <a href="http://www.bloglovin.com/blog/10857551/?claim=pfbzyhx5rxu">Follow my blog with Bloglovin</a>

This entry was posted on mánudagur, 13. október 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply