Paradís

Ég er búin að vera að drukkna í lærdómi eins og kannski flestir sem stunda háskólanám eru þessa dagana. Þegar ég kem heim eftir lærdómskvöld sem tekur við af löngum vinnudegi jafnast ekkert á við það að eiga gæðastund og fara í kvöldgöngu með Ronjuna mína áður en ég hendi mér í bælið. 

Í gærkvöldi komum við við í Paradís - ísbúðinni sætu á Njálsgötu.
Ótrúlega notó að hafa svona ísbúð í "bakgarðinum".


Kúlurnar eru stórar og vel útilátnar og úrvalið gott. Þegar ég fer í Valdísi úti á Granda er uppáhaldið mitt Tyrkish pepper kúlan og Paradís er með sína útgáfu af henni, ólíkar en Paradísarkúlan er líka mjög góð.

Í gær fékk ég mér karamellu kúlu og hún er líka ÆÐI. 

Dæmi um það sem er í boði eru hvítt súkkulaði, oreo, kirsuber, sítrónu... og þið þekkið þetta !Mæli með ferð í 101 !This entry was posted on miðvikudagur, 8. október 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply