Óskalistinn - krukkur

Mig hefur langað í þónokkurn tíma að eignast fallega "krukku" sem ég get notað undir morgunkorn, múslí, pasta, nammi ...eða eitthvað sem mér dettur í hug.

Þær þurfa að líta svolítið "gamladags" út og helst með svona "dúllu" ofaná.

Ég rakst svo á tvær sætar á heimasíðu Húsgagnahallarinnar í einhverju rápi um veraldarvefinn. Merkið heitir IVV.

IVV Krukka Toscana
Stærð 23 cm (Hér)


IVV Krukka Toscana há
Stærð 38 cm (Hér)

*****

Ég hafði það reyndar ekki í mér að kaupa þær á 15 þúsund krónur stk þótt þær séu rosa fallegar og hélt þess vegna leitinni áfram. Var að vona að ég myndi rekast á svipaðar í Góða hirðinum eða í öðrum second hand búðum
.... en til þess þarf maður væntanlega að fara í búðirnar og gefa sér tíma til að leita! Og þann tíma hef ég ekki á lager :S (forgangsröðunin sem betur fer enn í lagi hjá mér)

Þess vegna var ég svo ógeðslega glöð að rekast á þessar í auglýsingu frá IKEA og skellti mér í heimsókn í þangað í gær og bauð þeim að koma með mér heim!


Er búin að fylla þessa stærri og er að velta fyrir mér hvað sú minni á að geyma. 
Sýni ykkur kannski myndir af þessum elskum þegar þær hafa eignast stað heima <3

Þess má til gamans geta að þær voru saman í pakka og kostuðu 3.450 kr. !! IKEA klikkar sko ekki frekar en fyrri daginn :P



This entry was posted on fimmtudagur, 23. október 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply