OPI - Base coat

Þetta er uppáhaldið mitt þessa stundina og búið að vera frá því í vor !


Hvítt base coat frá OPI.

ÖLL naglalökk verða fallegri þegar maður setur eina umferð að þessu base coat-i undir lakkið. Ég keypti þetta upphaflega því þetta kom með neon naglalökkunum frá OPI í sumar. Ég á nokkur neon lökk heima svo mig langaði að prófa þetta undir þau. Tilraunastarfsemin færði svo út kvíarnar og ég fór að prófa þetta undir hin lökkin mín líka (ss. þau sem ekki eru neon) og viti menn, liturinn verður mun fallegri og skýrari fyrir vikið !

Núna er ég eiginlega húkt og verð helst að setja þetta undir öll lökk sem ég set á mig. 

Klárlega hverrar krónu virði. 


This entry was posted on þriðjudagur, 14. október 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ OPI - Base coat ”

  1. Vá hvað ég er sammála! Áður en ég eignaðist þetta basecoat notaði ég oft hvítt naglalakk undir liti! Þetta munar bara öllu :) Berglind

    SvaraEyða