New in - frá Söstrene Grene

Fyrir svolitlu síðan sagði ég ykkur frá mottunum sem ég ætlaði mér að kaupa í IKEA og mála munstur á (HÉR). 
Ég hef farið nokkrar ferðir í IKEA og RL síðan og svipast um eftir mottu sem er plain og eins og "strákústur" en enn ekki fundið hana án asnalegra setninga, fótspora eða annara munstra sem mér líkar ekki við.

Um helgina heimsótti ég svo systurnar frá Grenó (eins og frænka mín kýs að kalla Söstrene Grene) og fann þessa líka fínu mottu, akkurat eins og ég vildi hafa hana !! Kostaði litlar 1700 kr og smellur eins og flís við rass fyrir framan dyrnar hjá okkur og hilur götin svo voru að byrja að myndast þar sem teppið á ganginum var farið að eyðast upp. 
Þessi litla dúlla var mjög ánægð með nýju viðbótina á heimilið og skellti í pósu.... 

(jább, ég sé það núna að það er kominn tími til að fara út með blöðin í bláu tunnuna og ryksuga stigaganginn. Þegar ég skrifa þetta er ég búin að framkvæma það fyrr nefnda og verkefnastýra því síðar nefnda)


This entry was posted on fimmtudagur, 16. október 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply