Ljósaperu geymsla

Skemmtileg leið til að geyma ljósaperur ....eða skreyta heimilið !


Með tilkomu sparpera þarf sjaldnar að skipta um ljósaperur svo sennilega kaupir maður ekki jafn mikið magn og var gert hérna í "gamla daga". Mamma átti alltaf tvo innkaupapoka inni í geymslu þegar ég var yngri þar sem maður fór í og gramsaði og fann peruna sem hentaði hverju sinni þegar það sprakk. Þessi fallegi kúpull hefði verið mun fallegri geymslustaður en pokarnir !

....svo væri líka hægt að stilla sprungnum perum upp í þessa útstillingu. 

Eini gallinn við þessa uppstillingu er sennilega sá að ljósaperur eru dýrar og viðkvæmar og þegar maður lyftir upp glerkúplinum detta þær sennilega út um allt og hættan er að þær brotni :S (...sem er allt í lagi ef þær eru sprungnar, en ekki alveg jafn mikið ok ef þær eru nýjar)

Góða helgi !


This entry was posted on föstudagur, 10. október 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply