Körfustólar - innblástur

Síðan ég man eftir mér hefur mamma mín tvo körfustóla sem hún hafði spreyjaði ljósgráa á "háskólaárunum" sínum (..og á þá enn), þegar ég varð aðeins eldri fannst mér ekkert ljótara en þessi béskotans körfustólar og skildi ekki hversvegna við gátum ekki bara átt Lazy boy stóla eins og allir hinir jafnaldrar mínir áttu heima hjá sér. 

Í dag gæti ég hins vegar alveg hugsað mér að múta henni móður minni með ljótum Lazy boy stólum í skiptum fyrir körfu stólana frægu sem ég gæti vel hugsað mér að stilla upp heima hjá mér. Ég myndi sennilega mála hvítt yfir ljósgráa litinn, en um leið finnst mér sjúklega krúttlegt að hugsa til þess að mamma hafi tekið tryllt ljós-grátt tímabil eins og ég er að taka hvítt þessa dagana, því hún á líka bókahillur og kommóðu í sama ljósgráa litnum :P (....sem eru þó að fá yfirhalningu þessa dagana, kéllan eitthvað búin að smitast af framkvæmdagleði dótturinnar?)

Stólarnir sem um ræðir eru að vísu ekki hangandi körfustólar eins og þessir sem eru innblástur dagsins í dag.


Hanging chair

Love the idea of a hanging chair

Hanging Chair

We could hang here all day...

Hanging Rattan Chair #serenaandlily

the hanging chair

Pæling dagsins: Hvað ætli ég þurfi að gera svo ég fái að eignast körfustólana ??  ...eða fengið svona hangandi stól !

(..DJÓK! það er ekki pláss í holunni minni fyrir þá :S svo ég held bara áfram að safna fyrir einbýlishúsinu)


This entry was posted on föstudagur, 3. október 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply