Jólakjóllinn kominn í hús - New in

Að fara hálf lasin á Kringlukast á fimmtudagskvöldi eftir vinnu? 
....veit ekki hvernig ég lét plata mig í þá vitleysu, en sé svo sem ekki eftir því fyrir fimmaur því ég kom heilum "jólakjól" ríkari heim !!

Ég fór út fyrir fata-þægindarammann minn og vel það í þetta skipti og nældi mér í fyrsta maxi kjólinn í skápinn. Ég hef ekki tölu á því hversu marga ég hef mátað í gegnum tíðin og alltaf leið mér eins og kjána, þangað til í þessari elsku.

Það er klauf neðst öðru megin svo það er hægt að taka hann upp á kálfa öðru megin með að binda hnút á kjólinn, það var frekar mikið að gera sig fannst mér :)Kjóllinn kom í tveim týpum af svörtu, annar með svörtum glansandi þráðum í og hinn með silfur glansandi þráðum.

Minn er silfur ! - eins og diskókúla <3 
Allamalla hvað ég verð mikil pæja í þessum :P 
Í kjólinn fyrir jólin !!This entry was posted on föstudagur, 17. október 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply