Instagram dagbókin

Jessörý, núna langar mig að deila næsta skammti af instagramminu mínu !!
Það er rosa góð uppfylling þegar hugmyndaflugið er takmarkað :P


Sunnudagsmorgnar eru yfirleitt bestu morgnar vikunnar.
Ég elska að gæða mér á heimatilbúnu smoothie. Uppskriftin er aldrei ákveðin fyrirfram heldur eru þetta bara þeir frosnu ávextir sem ég á til í frystinum og sá safi sem ég á í ísskápnum og oftar en ekki lauma ég kókosmjólk út í líka. Getur bara ekki klikkað !!


Kombóið sem ég sagði ykkur frá hér - og hefur verið masterað í meistaramánuði !


Bestu bestu <3  ...niðurtalning í árshátíðina okkar. 


Búbbluboltastuð !! Vangefið skemmtilegt ...og erfitt.


Mynd af mynd 

Photoboot!
Á árshátíðinni skellti kvöldnefndin upp photobooth með allskonar skemmtilegu proppsi. Ljósmyndarinn í hópnum á svo flottar græjur og gerði sér lítið fyrir og mætti með studio með sér.


Bekkjasystir mín býr í höll á Laufásvegi, hún bauð heim í kaffisopa og lærdómstund fyrir lokapróf í byrjun október. Mátti til með að festa þetta rómantíska haustveður á filmu. 


Sægræni og mjúki trefillinn minn frá VILA, algjört möst að eiga góðan trefil í vetur.


Silfurhafinn minn - Svo stolt af þessari fimleikadrottningu sem rústaði EM með hinum snillingunum.


Þessi besta <3 Hún elskar að sitja úti í glugga og virða fyrir sér nágrennið.
...ef það er dregið fyrir treður hún hausnum á milli strimlanna. 

Ykkur er velkomið að elta mig á insta - @bara_87

GÓÐA HELGI !


This entry was posted on föstudagur, 24. október 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply