1. árs dúlla

Það er komið heilt ár !!!


Í undirbúningi fyrir meistaramánuði fyrir ári síðan setti ég markmið að hrinda í framkvæmd þeirri hugmynd sem ég var búin að gæla við síðan 2010 = að byrja aftur að blogga.

Núna er liðið ár ! Ég er eiginlega ekki að trúa því hvað þetta leið hratt. Það hefur komið færsla nánast daglega og stundum fleiri en ein á dag, bloggið hefur skipt um útlit og fengið nýtt lén. 

Það gleður mig alltaf jafn mikið þegar ég fæ að heyra frá fólki sem ég rekst á hingað og þangað um bæinn að það lesi bullið í mér <3 Það heldur mér við efnið !
Svo er heldur ekki leiðinlegt fyrir tölfræðilúða eins og mig að sjá heimsóknafjöldann fara hækkandi mánuð frá mánuði.

TAKK FYRIR AÐ LESA !!


*** 

Ég ætla að sjálfsögðu að vera með í Meistaramánuði í ár og hvet þig til að gera það sama.
Markmiðin geta verið allskonar og þurfa ekki að snúast um það hvað þú ætlar að fara oft í ræktina á dag eða hvað þú ætlar að borða mikið spínat.

Eitt markmiðið mitt er td. "að þvo af mér make up-ið á hverju kvöldi".
Gleðilegan meistaramánuð !This entry was posted on miðvikudagur, 1. október 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

5 Responses to “ 1. árs dúlla ”

 1. Mjög gott markmið! Þarf klárlega að bæta þessu á markmiðalistann ;)

  SvaraEyða
 2. Oh eitt besta markmið sem ég hef séð, og ég þarf svo sannarlega að gera slíkt hið sama!

  SvaraEyða
 3. Til hamingju með afmælið mín kæra! Þú ert súkkulaðihúðaðurgullmolimeðkarmellufyllingu!

  SvaraEyða
 4. Til hamingju með afmælið! :* þetta er allavega uppahaldsbloggið mitt og er því fremst í daglega bloggrúntinum mínum :)
  -Berglind

  SvaraEyða
 5. Takk fyrir falleg orð allar saman <3
  Þetta yljar blogghjartanu mínu.

  SvaraEyða