Archive for október 2014

Óskalistinn - H&M

Stundum er notalegt að gleyma sér inni á heimasíðum fataverslana, sérstaklega ef maður getur ekki hoppað til og keypt hlutina. (eða ekki!?)


Mér finnst H&M með sérstaklega skemmtilegt úrval af skóm núna, eitthvað sem hefur ekki verið í töluvert langan tíma að mínu mati (amk. ekki í netversluninni). 

Ég tók saman þau þrjú pör sem ég væri alveg til í að setja í körfuna og eiga fyrir vinnuna og skólann í vetur. 
Eins gott að einhverjir þeirra verði til þegar ég fer í næstu utanlandsferð :P2 Comments »

DIY - Steinar

Jólaföndrið í ár ?.....þá er kannski möst að flýta sér út að tína fallega steina áður en frostið og snjórinn kemur af fullum krafti.

Væri mögulega hægt að setja skemmtilegri texta í rammann, já eða mynd.

No Comments »

Orð. . .Trúðu þessu !!

- B. 

No Comments »

Instagram dagbókin

Jessörý, núna langar mig að deila næsta skammti af instagramminu mínu !!
Það er rosa góð uppfylling þegar hugmyndaflugið er takmarkað :P


Sunnudagsmorgnar eru yfirleitt bestu morgnar vikunnar.
Ég elska að gæða mér á heimatilbúnu smoothie. Uppskriftin er aldrei ákveðin fyrirfram heldur eru þetta bara þeir frosnu ávextir sem ég á til í frystinum og sá safi sem ég á í ísskápnum og oftar en ekki lauma ég kókosmjólk út í líka. Getur bara ekki klikkað !!


Kombóið sem ég sagði ykkur frá hér - og hefur verið masterað í meistaramánuði !


Bestu bestu <3  ...niðurtalning í árshátíðina okkar. 


Búbbluboltastuð !! Vangefið skemmtilegt ...og erfitt.


Mynd af mynd 

Photoboot!
Á árshátíðinni skellti kvöldnefndin upp photobooth með allskonar skemmtilegu proppsi. Ljósmyndarinn í hópnum á svo flottar græjur og gerði sér lítið fyrir og mætti með studio með sér.


Bekkjasystir mín býr í höll á Laufásvegi, hún bauð heim í kaffisopa og lærdómstund fyrir lokapróf í byrjun október. Mátti til með að festa þetta rómantíska haustveður á filmu. 


Sægræni og mjúki trefillinn minn frá VILA, algjört möst að eiga góðan trefil í vetur.


Silfurhafinn minn - Svo stolt af þessari fimleikadrottningu sem rústaði EM með hinum snillingunum.


Þessi besta <3 Hún elskar að sitja úti í glugga og virða fyrir sér nágrennið.
...ef það er dregið fyrir treður hún hausnum á milli strimlanna. 

Ykkur er velkomið að elta mig á insta - @bara_87

GÓÐA HELGI !


No Comments »

Óskalistinn - krukkur

Mig hefur langað í þónokkurn tíma að eignast fallega "krukku" sem ég get notað undir morgunkorn, múslí, pasta, nammi ...eða eitthvað sem mér dettur í hug.

Þær þurfa að líta svolítið "gamladags" út og helst með svona "dúllu" ofaná.

Ég rakst svo á tvær sætar á heimasíðu Húsgagnahallarinnar í einhverju rápi um veraldarvefinn. Merkið heitir IVV.

IVV Krukka Toscana
Stærð 23 cm (Hér)


IVV Krukka Toscana há
Stærð 38 cm (Hér)

*****

Ég hafði það reyndar ekki í mér að kaupa þær á 15 þúsund krónur stk þótt þær séu rosa fallegar og hélt þess vegna leitinni áfram. Var að vona að ég myndi rekast á svipaðar í Góða hirðinum eða í öðrum second hand búðum
.... en til þess þarf maður væntanlega að fara í búðirnar og gefa sér tíma til að leita! Og þann tíma hef ég ekki á lager :S (forgangsröðunin sem betur fer enn í lagi hjá mér)

Þess vegna var ég svo ógeðslega glöð að rekast á þessar í auglýsingu frá IKEA og skellti mér í heimsókn í þangað í gær og bauð þeim að koma með mér heim!


Er búin að fylla þessa stærri og er að velta fyrir mér hvað sú minni á að geyma. 
Sýni ykkur kannski myndir af þessum elskum þegar þær hafa eignast stað heima <3

Þess má til gamans geta að þær voru saman í pakka og kostuðu 3.450 kr. !! IKEA klikkar sko ekki frekar en fyrri daginn :PNo Comments »

Mánudagsviskan. . .


Þetta ætla ég að taka með mér inn í vikuna. 

Þakklátt hjarta er lykilinn að meira fallegu sem hægt er að vera þakklátur fyrir.

 Er þú vilt auka þakklætið þitt þá er ótrúlega magnað verkfæri að skrifa niður (með gamaldagsaðferðinni, blaði & blýant) alla þá þætti/hluti í lífinu þínu sem þú ert þakklát/þakklátur fyrir. 

Allt frá fallegum dauðum hlutum upp í samskipti, tækifæri og fólk !

- Ef þú gerir ekkert, þá gerist ekkert- ....prófaðu að framkvæma !!! Það er ekki hægt að lýsa unaðslegu tilfinningunni sem kemur innra með manni þegar maður gleymir sér í þakklæti.

- B. 

No Comments »

Hvernig geymirðu kertin þín ?

Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig best sé að geyma kertalager heimilisins.
Ég veitt fátt jafn skemmtilegt og að fara í IKEA og kaupa mér kertabirgðir, set svo pappakassann og spirttkertapokana inn í skáp..... en ætti maður kannski að leyfa þeim að njóta sín allan líftímann, ekki bara þegar þau eru í kertastjakanum og eru að brenna ? 

pretty things in a tin can with a label. Don't even need to paint the can! from FRIVOLE: ✭Chalkboard painting
Party Idea - Bucket Of CandlesI have the candles, I have ribbon, I have a cake stand...This would be a lovely homely touch to put next to the fireplace.I like the idea of having the supply of extra candles handy and displayed in an old wood box.

Favorite ideas that we came across for upcycling diptyque candle jars.

***

Vinkona mín geymir sprittkertin sín í stórum krukkum og leyfir þeim að njóta sín þannig uppi í hillu, ég var fljót að stela þeirri hugmynd því sprittkerti koma yfirleitt í plastumbúðum sem mér finnst pirrandi/subbulegt að geyma í og glerkrukka algjörlega málið!Sprittkerti og ilmkerti í sömu krukkunni - væri eflaust sniðugt að vera með tvær krukkur. 2 Comments »

DIY - Kaffipokapennaveski

Ég er í bekk með 35 snillingum úr nánast öllum atvinnugeirum landsins. Einn af snillingunum er grunnskólakennari og kom um daginn með pennaveski sem ég fékk að taka myndir af og má til með að deila með ykkur...

Pennaveskið er ss. búið til úr gömlum kaffipoka og rennilás !!

Eigum við að ræða frumlegheit ??

Pennaveski þurfa greinilega ekki að kosta mikið. 


No Comments »

Jólakjóllinn kominn í hús - New in

Að fara hálf lasin á Kringlukast á fimmtudagskvöldi eftir vinnu? 
....veit ekki hvernig ég lét plata mig í þá vitleysu, en sé svo sem ekki eftir því fyrir fimmaur því ég kom heilum "jólakjól" ríkari heim !!

Ég fór út fyrir fata-þægindarammann minn og vel það í þetta skipti og nældi mér í fyrsta maxi kjólinn í skápinn. Ég hef ekki tölu á því hversu marga ég hef mátað í gegnum tíðin og alltaf leið mér eins og kjána, þangað til í þessari elsku.

Það er klauf neðst öðru megin svo það er hægt að taka hann upp á kálfa öðru megin með að binda hnút á kjólinn, það var frekar mikið að gera sig fannst mér :)Kjóllinn kom í tveim týpum af svörtu, annar með svörtum glansandi þráðum í og hinn með silfur glansandi þráðum.

Minn er silfur ! - eins og diskókúla <3 
Allamalla hvað ég verð mikil pæja í þessum :P 
Í kjólinn fyrir jólin !!No Comments »

New in - frá Söstrene Grene

Fyrir svolitlu síðan sagði ég ykkur frá mottunum sem ég ætlaði mér að kaupa í IKEA og mála munstur á (HÉR). 
Ég hef farið nokkrar ferðir í IKEA og RL síðan og svipast um eftir mottu sem er plain og eins og "strákústur" en enn ekki fundið hana án asnalegra setninga, fótspora eða annara munstra sem mér líkar ekki við.

Um helgina heimsótti ég svo systurnar frá Grenó (eins og frænka mín kýs að kalla Söstrene Grene) og fann þessa líka fínu mottu, akkurat eins og ég vildi hafa hana !! Kostaði litlar 1700 kr og smellur eins og flís við rass fyrir framan dyrnar hjá okkur og hilur götin svo voru að byrja að myndast þar sem teppið á ganginum var farið að eyðast upp. 
Þessi litla dúlla var mjög ánægð með nýju viðbótina á heimilið og skellti í pósu.... 

(jább, ég sé það núna að það er kominn tími til að fara út með blöðin í bláu tunnuna og ryksuga stigaganginn. Þegar ég skrifa þetta er ég búin að framkvæma það fyrr nefnda og verkefnastýra því síðar nefnda)


No Comments »

Verstfirskt - Já takk

Ég á rætur mínar að rekja á Vestfirði og eiginlega öll ættin mín býr þar.
Amma mín og afi bjuggu á bóndabæ í Ísafjarðardjúpi, sem er enn í eigu fjölskyldunnar og þau hjónakorn sendu öll börnin sín sjö í heimavistaskólann Reykjanes.

Ég hef oft heimsótt Reykjanes því þar er ótrúlega notaleg náttúrulaug eða stæsti heitapottur landsins eins og sumir kjósa að kalla sundlaugina!! Mis gruggug auðvitað en alltaf jafn skemmtilegt að koma þarna við og skella sér í sund. - Mæli með að kíkja við ef þið eigið leið um Vestfirðina. 

.....Þessvegna get ég ekki annað en valið saltið frá Saltverk Reykjaness þegar ég stóð fyrir framan saltrekkann í Bónus í gær og var að leita að salti til að fylla á saltkvörnina mína. - kostaði rétt innan við 300 kr, sem er það sama og saltið frá hinum merkjunum sem selja svona gróft salt ! (Ég kannaði reyndar ekki magnið í hinum umbúðunum, en það hefði samt ekki haft áhrif á val mitt, amk. ekki í þetta skiptið)
Vestfirskt kristalsjávarsalt frá Saltverki Reykjaness eru stórar og stökkar saltflögur sem draga fram fleiri og ríkari bragðtóna við matargerð.
Saltið er unnið með aldagamalli íslenskri aðferð sem stunduð var í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á 18.öld.

Sjór úr Djúpinu er eimaður með því að leiða heitt hveravatn undir saltpönnu og eftir verður hrein afurð, náttúrulegt og umhverfisvænt kristalflögusalt.

(textinn tekinn af www.saltverk.com)

Núna verð ég bara að skella þessu í kvörnina og fara að njóta. Mæli með að þið gerið það sama. 
Svo gott að styrkja íslenskt, sérstaklega þegar það er frá vestfjörðum þar sem fólk kann að bjarga sér og búa sér til atvinnu.Hérna getið þið séð vörurnar sem Saltverk framleiðir og lesið ykkur til um aðferðina ofl. og hérna getið þið séð facebook síðuna þeirra.No Comments »