Uppáhalds - at the moment

Ég er markvisst að reyna að hugsa betur um húðina á mér. 
Ég get vel viðurkennt það (þótt ég skammist mín sárlega fyrir það) þá er ég arfa slök í því að þrífa af mér málninguna áður en ég fer að sofa. Afsaka það á bak við tímaskort, en fyrst ég hef tíma til að tannbursta mig og kíkja á fb fyrir svefninn þá hlýt ég að hafa tíma í að þvo mér létt í framan ! 

Tek samt tímabil þar sem ég gef mér tíma og gæðastund í þetta og líður dásamlega á eftir. Ég er í svona tímabili þessa dagana og langaði að segja ykkur frá þessari snilld sem ég nota. Combóið mitt saman stendur af græna gel hreinsinum frá MAC og skrúbb sem Olay framleiddi fyrir CVS. 

MAC gel hreinsinn þarf sennilega ekki að kynna fyrir ykkur! Ég keypti minn í USA eftir að hafa hlustað á vinkonu mína dásama hann út í hið óendanlega:

Fresh, vibrant, skin-tingling cleanser with refreshing extracts of cucumber and algae. Full-on foam, yet delightfully soap-free. Conditions, nourishes and hydrates leaving skin clean, clear, smooth and protected. For a blast of freshness for the skin; just activate with water.

Þarf ég að segja eitthvað meira ? Mér finnst hann unaðslegur, húðin verður eitthvað svo frísk eftir þetta. Líka fullkominn til að hafa í sturtunni og geta gripið í. 
Gallinn við hreinsinn er sennilega sá að mér svíður í augun af honum svo ég passa mig að sneiða hjá augunum í þessari rútínu minni og set fókusinn á húðina. (Mér svíður reyndar af öllu svo ég nota kókosolíu eða blautþurrkur á augun)

CVS/Olay skrúbbinn fékk ég í CVS (apóteki) í New York, ég keypti hann á tilboði á ca. 2000 kr.
Ég send alveg föst á því að þetta sé frá merkinu Olay þótt það standi ekki á skrúbbnum (henti kassanum um leið og ég keypti skrúbbinn).
Það voru margar tegundir í boði þegar ég var að velja mér skrúbbinn, Sephora er td. með fullt af flottum týpum en ég valdi mér þessa ódýru dúllu til að prófa þetta consept og sjá hvort ég myndi nota þetta. --- og viti menn!! Þetta er snilld ! Must have á hvert heimili. 

Olay fæst ma. í Hagkaup og það spilaði inní þegar ég valdi mér týpu, vildi hafa möguleika á að kaupa mér nýja bursta á græjuna (mælt með því að skipta um á 3 mánaða fresti) án þess að þurfa að fara til USA til að ná í þá :P ...en tók samt nokkra með mér heim til öryggis þar sem þetta kostar brotabrot í USA miðað við íslenska verðlagið.Svo er þetta toppað með góðu rakakremi !!This entry was posted on miðvikudagur, 24. september 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Uppáhalds - at the moment ”