Sunnudagsganga & heimsókn á kaffi Mokka

Eftir snilldar helgi var hvíldardagurinn tekinn með trompi ...fyrir utan smá verkefnavinnu í morgunsárið.

***

Ég fékk að heyra það í síðustu viku að ég væri eflaust eini íslendingurinn sem hefði ekki komið á kaffi Mokka á Skólavörðustíg. 55 ára gamalt kaffihús sem var eitt af fyrstu kaffihúsunum í Reykjavík. 
Ég hef milljón sinnum labbað framhjá þessu fræga kaffihúsi og fundið vöffluilminn út á götu, en aldrei gerst svo fræg að fara þangað inn... þangað til á sunnudaginn.  
Þetta er ótrúlega kósý og notalegt kaffihús. Upprunalegar innréttingar, sami "matseðill" og kaffihúsið enn í eigu sömu fjölskyldu og stofnaði það á sínum tíma.
Maður finnur alveg vinalega andrúmsloftið taka á móti manni þegar maður kemur þarna inn! Ætli brúni liturinn á ÖLLU hafi eitthvað með það að gera ?

(Takið eftir svarta "skugganum" á veggnum á efstu myndinni, fólk búið að halla sér svo oft upp að veggnum að það er komið far í hann) 

Samkvæmt "sérfræðingum" eru þarna besta heita súkkulaðið og bestu vöfflurnar í bænum. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum en núna þarf ég að leggjast í rannsóknarvinnu og sjá hvort að sú kenning sé sönn.

***

Haustlitirnir nutu sín í sunnudagssólinni. Ég mátti til með að smella myndum af litadýrðinni um leið og við gengum heim eftir kakósötur og vöffluát. 
This entry was posted on mánudagur, 29. september 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply