Steldu stílnum

Síðan í lok sumars hef ég verið veik í röndótta oversize boli og verið aðeins að grúska á internetinu í leit eftir slíkum.
Svo rakst ég á þetta sjúka lúkk á instagram í gær og núna bara VERÐ ég að láta verða af því að kaupa mér eintak.


Rifnar svartar buxur og röndóttur oversize bolur ! Hversu pæjulegt ??

Inni í skáp á ég svartar buxur (ennþá með verðmiðanum á) sem ég ætla að klippa, er bara svo hrædd um að mistakast að ég hef ekki enn lagt í það. Ætla að taka þessari færslu sem áskorun á sjálfan mig að vaða í verkið í kvöld :P ...áður en þetta "gat á hné" trend verður flogið hjá. 

Röndótta boli hef ég ekki rekist á í verslunarmiðstöðvum landsins, helsta ástæðan kannski að ég hef farið 1x í Kringluna síðan í júní/júlí :P En ég fann nokkra á netinu.

Black White Striped Short Sleeve Straight Dress

Þessi fæst HÉR - á $16,59 (ca. 2000 ISK)

Black White Striped V Neck Loose Dress

Þessi fæst HÉR - á $10,90 (ca. 1300 ISK)

Black White Half Sleeve Striped Pockets Dress

Þessi fæst HÉR - á $19,67 (ca. 2400 ISK)

WOMENS-LOOSE-STRIPES-BOYFRIENDS-V-NECK-PULL-OVER-SWEATER-TOPS-SIZE-C0016WOMENS-LOOSE-STRIPES-BOYFRIENDS-V-NECK-PULL-OVER-SWEATER-TOPS-SIZE-C0016

Þessi fæst HÉR - á $22,88 (ca. 2700 ISK)

Casual-Women-Swing-Striped-Soft-Cotton-Loose-Short-Sle-Shirt-Tee-Dress-16-ColorsCasual-Women-Swing-Striped-Soft-Cotton-Loose-Short-Sle-Shirt-Tee-Dress-16-Colors

Þessi fæst HÉR - $ 14,50 (ca. 1800 ISK)

Held að mér finnist þessi nr. 2 næst því að vera eins og á instagram myndinni svo ég hugsa að hann verði fyrir valinu í þetta sinn.  ...ekki oft sem mér líkar best við ódýrustu flíkina !


This entry was posted on fimmtudagur, 11. september 2014 and is filed under , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

One Response to “ Steldu stílnum ”

  1. Úú! Minna langar líka í :p og ég er gerði einmitt gat á mínar svartar buxur ;)

    SvaraEyða