Ég beit það í mig þegar ég innréttaði svefnherbergið okkar að allt ætti að vera hvítt þar inni og þar á meðal sængurverin/rúmfötin okkar.
Sængurver eins og annað hefur ákveðinn líftíma og þegar það eru kannski bara tvö sett sem eru í notkun til skiptis í x langan tíma verða þau þreytt. ...þannig var það amk. orðið að mínu mati og þrátt fyrir að eiga heilan haug af rúmfötum (allskonar á litin) inni í skáp þá var það ekki nógu gott og leiðin lá að kaupa ný sængurver.
Til að byrja með var keypt eitt sett á sængurnar af hvítum rúmfötum ...ég er nefninlega alveg að fá ógeð af hvítum rúmfötum, eitthvað sem ég vissi ekki að væri hægt. Þessvegna sló ég því aðeins á frest að kaupa tvö sett og ætla að skoða aðeins aðra möguleika sem eru í stöðunni. Það væri svolítið gaman að eiga möguleika á að eiga eitthvað til skiptanna sem væri ekki alveg snjóhvítt.
"Prjónuð" rúmföt frá Esja dekor eru mjög ofarlega á óskalistanum. Fást
HÉR
Hvít með svartri skuggamynd af trjám heillar mig líka. Fást
HÉR
Röndótt - svart&hvít finnst mér líka rosa falleg. Fást
HÉR
Köflótt með stórum köflum/fínum línum - magnað að mig langar í kjól/skyrtu/bol í samskonar munstri. Fæst
HÉR í nokkrum litum
Ég er sjúk í þríhyrninga ef þið vissuð það ekki :P Svo þessi heilla mig rosa mikið !! Fæst
HÉR.
...
Já, ég er ekki frá því að ég þurfi bara að kíla á þetta og fá mér eitthvað fallegt til að brjóta þetta upp. Ég er nú ekkert sú öflugast í því að setja rúmteppið á rúmið :/ Svo það skiptir máli að rúmfötin líti sæmilega út.