Laugardagur til lukku

Ég er sko lukkunnarpamfíll að eiga þessa snillinga.


Vinátta sem hófst í menntaskóla fyrir 11 árum síðan (og í grunn- og leikskólum hjá nokkrum innan hópsins) og mun endast alla ævina <3

Veit hreinlega ekki hvar ég væri ef ég ætti þær ekki, alltaf til staðar fyrir mann í blíðu og í stríðu. Verð öll mjúk að innan þegar ég veiti því athygli hvað ég er lánsöm því svona vinkonur vaxa ekki á trjánum.

***

Í dag og í kvöld höldum við okkar árlegu "árshátíð" sjöunda árið í röð, sem byrjaði árið 2008 með "kjólakvöldi" sem vatt aðeins upp á sig og varð aðeins meira en þema-partyið sem það átti upphaflega að vera.

Það fylgir yfirleitt mikil óvissa þessum degi og árið í ár er engin undantekning svo það er mikil eftirvænting og spenna í okkur öllum því hingað til hefur okkur tekist að toppa árið á undan á hverju ári.


This entry was posted on laugardagur, 27. september 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply