
Þessa dagana er ég byrjandi í jóga og er á byrjandanámskeiði í Jógastúdio.
Er búin að mæta í tvö skipti og er að fíla þetta enn sem komið er. Mig hefur lengi langað að fara í Hot jóga en þar sem ég tek sjálfan mig mjög alvarlega fannst mér ég ekki getað farið beint í "pró" tíma :P Mögulega vitleysa í mér eins og margt annað, en held samt sem áður að það sé mjög mikilvægt að kunna vel grunnstöðurnar í þessari íþrótt og byrjandanámskeiðið gefur manni tækifæri á að fá leiðsögn og spyrja ef maður er óviss með eitthvað. ... eitthvað sem mér skilst að sé ekki í boði í almennum tímum.
Það var uppselt á námskeiðið og það sem kom mér skemmtilega á óvart að það er nánast jafnt hlutfall af konum og körlum í tímanum !!
Ef þið hafið áhuga á að skella ykkur á svona námskeið þá fær þetta meðmæli mín, hægt að nota íþróttastyrk frá verkalýðsfélögum upp í námskeiðið ef fólk á svoleiðis.
Þegar ég var að kynna mér hvert væri best að fara fékk ég fjöldann allan af ábendingum og valdi Jógastúdio af þeirri einföldu ástæðu að það er næst heimilinu mínu :P Komst að því að það er til fullt af öflugum jógastöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Hérna er heimasíða Jógastudio.

