HÖNEFOSS speglar

Ég keypti mér pakka af hönefoss speglum frá IKEA fyrir örugglega einu og hálfu ári síðan. Ég hef enn ekki komið mér í að hengja þá upp á vegg. 

Upphaflega ætlaði ég að festa þá upp í loft.

hönefoss mirror - Google Search

Hugsa að ég sé búin að skipta um skoðun ...til að ég roti örugglega engan ef límið skildi gefa sig.

*****

Ég er búin að ákveða að hengja speglaflísarnar upp á vegg fyrir ofan sumar-verkefnis-skenkinn sem er ekki enn tilbúinn (og ég sagði ykkur frá hér). Það styttist nú samt óðum í að hann verði reddy. ..er búin að selja kommóðuna sem var forveri hans til að setja pressu á sjálfan mig og núna er allt dótið sem var í henni út um ALLT og þar sem ég er með hálfgert óþol fyrir að hafa drasl heima hjá mér þarf ég nauðsynlega að fara að spýta í lófana og klára gripinn.

Ég var að leita mér að innblæstri að uppstillingu á speglunum. ....

mirror layout 
Hönefoss i visningshuset | Inredningsbloggen – Heminredning Leva Bo Allt för glass etching cream on Honefoss mirrors
Hönefoss spejle fra Ikea HÖNEFOSS Mirror

Mér sýnist á þessu að það sé komin ein niðurstaða í málið = það er ekki nó að eiga einn pakka af þessum speglum, ég þarf að næla mér í annan til að geta búið til fallegt munstur.


This entry was posted on miðvikudagur, 17. september 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply