Archive for september 2014

Just in. . .

Þegar maður er heima hjá sér með haus sem er við það að springa, samviskubit yfir því að vera ekki að vinna hópaverkefni og búinn að óverdósa af chick-flick myndum jafnast ekkert á við það að fá pakka frá Hong Kong með "næstum því gefins" fataleppum í, upp að dyrum !!


Ég bara fæ ekki nóg af online shopping :P 
No Comments »

Sunnudagsganga & heimsókn á kaffi Mokka

Eftir snilldar helgi var hvíldardagurinn tekinn með trompi ...fyrir utan smá verkefnavinnu í morgunsárið.

***

Ég fékk að heyra það í síðustu viku að ég væri eflaust eini íslendingurinn sem hefði ekki komið á kaffi Mokka á Skólavörðustíg. 55 ára gamalt kaffihús sem var eitt af fyrstu kaffihúsunum í Reykjavík. 
Ég hef milljón sinnum labbað framhjá þessu fræga kaffihúsi og fundið vöffluilminn út á götu, en aldrei gerst svo fræg að fara þangað inn... þangað til á sunnudaginn.  
Þetta er ótrúlega kósý og notalegt kaffihús. Upprunalegar innréttingar, sami "matseðill" og kaffihúsið enn í eigu sömu fjölskyldu og stofnaði það á sínum tíma.
Maður finnur alveg vinalega andrúmsloftið taka á móti manni þegar maður kemur þarna inn! Ætli brúni liturinn á ÖLLU hafi eitthvað með það að gera ?

(Takið eftir svarta "skugganum" á veggnum á efstu myndinni, fólk búið að halla sér svo oft upp að veggnum að það er komið far í hann) 

Samkvæmt "sérfræðingum" eru þarna besta heita súkkulaðið og bestu vöfflurnar í bænum. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum en núna þarf ég að leggjast í rannsóknarvinnu og sjá hvort að sú kenning sé sönn.

***

Haustlitirnir nutu sín í sunnudagssólinni. Ég mátti til með að smella myndum af litadýrðinni um leið og við gengum heim eftir kakósötur og vöffluát. 
No Comments »

Orð

Inspiring picture quotes

- Gleðilegan mánudag
- Gleðilega nýja vinnuviku
- Gleðilega ...jákvæðni

- B.

No Comments »

Laugardagur til lukku

Ég er sko lukkunnarpamfíll að eiga þessa snillinga.


Vinátta sem hófst í menntaskóla fyrir 11 árum síðan (og í grunn- og leikskólum hjá nokkrum innan hópsins) og mun endast alla ævina <3

Veit hreinlega ekki hvar ég væri ef ég ætti þær ekki, alltaf til staðar fyrir mann í blíðu og í stríðu. Verð öll mjúk að innan þegar ég veiti því athygli hvað ég er lánsöm því svona vinkonur vaxa ekki á trjánum.

***

Í dag og í kvöld höldum við okkar árlegu "árshátíð" sjöunda árið í röð, sem byrjaði árið 2008 með "kjólakvöldi" sem vatt aðeins upp á sig og varð aðeins meira en þema-partyið sem það átti upphaflega að vera.

Það fylgir yfirleitt mikil óvissa þessum degi og árið í ár er engin undantekning svo það er mikil eftirvænting og spenna í okkur öllum því hingað til hefur okkur tekist að toppa árið á undan á hverju ári.


No Comments »

Góða helgi

Friends <3  thanks @K D Eustaquio Lewandowski  and @Renee Peterson Peterson Peterson Peterson Peterson Posa #like #facebook https://www.facebook.com/That9thcloud

Þessi helgi verður full af vináttu á mínum bæ <3 

Vona að þið eigið hana góða !

- B. 

No Comments »

Skúffu-skápur - DIY !

Ótrúlega einfalt og skemmtilegt DIYSkápur/hilla búinn til úr skúffum. Þetta kallast að hugsa út fyrir kassann !

Efniviður:
* Þrjár skúffur - raðað "sitt á hvað" ofaná hvora aðra
* Fallegir fætur
* Lím - double teip ?
* Mögulega festingar aftaná (plata eða eitthvað til að tryggja að súffurnar detti ekki í sundur)
*Málning - tveir litir ?

Ef þú átt gamla kommóðu sem vantar nýtt hlutverk þá er þetta kannski málið, rífa úr henni skúffurnar og búa til skáp/hillu úr þeim. Kemur amk. mjög vel út að mínu mati, algjör snilld hjá listamanninum/konunni sem gerði þetta og deildi með umheiminum á Pinterest.
No Comments »

DIY - bútasaums teppi

Ég rakst á skemmtilega bloggfærslu um DIY bútasaumsteppi. Ég hef ekki verið neitt sérstaklega öflug á saumavélinni síðan í handavinnu í grunnskóla...en þarf mögulega að fara að bæta úr því og fá múttlu að taka mig í kennslustund svo ég geti búið til svona teppi.


Finnst þetta teppi ÆÐI !! Litirnir í því spila sennilega stóran þátt í því, til viðbótar við þríhyrninga-æðið ég er heltekin af.

Ég sé teppið fyrir mér í full size rúmteppastærð, þótt það sé óttalega krúttlegt á svona litlu barnarúmi líka.


triangle ombre quiltBakhliðin - doppótt
ombre triangle quilt

Hérna er uppskriftin (sem væri auðvitað hægt að margfalda eftir stærð á rúminu) :Hérna, getið þið séð færsluna í heild sinni ásamt nánari uppskrift og fleiri sætum myndum.


No Comments »

Uppáhalds - at the moment

Ég er markvisst að reyna að hugsa betur um húðina á mér. 
Ég get vel viðurkennt það (þótt ég skammist mín sárlega fyrir það) þá er ég arfa slök í því að þrífa af mér málninguna áður en ég fer að sofa. Afsaka það á bak við tímaskort, en fyrst ég hef tíma til að tannbursta mig og kíkja á fb fyrir svefninn þá hlýt ég að hafa tíma í að þvo mér létt í framan ! 

Tek samt tímabil þar sem ég gef mér tíma og gæðastund í þetta og líður dásamlega á eftir. Ég er í svona tímabili þessa dagana og langaði að segja ykkur frá þessari snilld sem ég nota. Combóið mitt saman stendur af græna gel hreinsinum frá MAC og skrúbb sem Olay framleiddi fyrir CVS. 

MAC gel hreinsinn þarf sennilega ekki að kynna fyrir ykkur! Ég keypti minn í USA eftir að hafa hlustað á vinkonu mína dásama hann út í hið óendanlega:

Fresh, vibrant, skin-tingling cleanser with refreshing extracts of cucumber and algae. Full-on foam, yet delightfully soap-free. Conditions, nourishes and hydrates leaving skin clean, clear, smooth and protected. For a blast of freshness for the skin; just activate with water.

Þarf ég að segja eitthvað meira ? Mér finnst hann unaðslegur, húðin verður eitthvað svo frísk eftir þetta. Líka fullkominn til að hafa í sturtunni og geta gripið í. 
Gallinn við hreinsinn er sennilega sá að mér svíður í augun af honum svo ég passa mig að sneiða hjá augunum í þessari rútínu minni og set fókusinn á húðina. (Mér svíður reyndar af öllu svo ég nota kókosolíu eða blautþurrkur á augun)

CVS/Olay skrúbbinn fékk ég í CVS (apóteki) í New York, ég keypti hann á tilboði á ca. 2000 kr.
Ég send alveg föst á því að þetta sé frá merkinu Olay þótt það standi ekki á skrúbbnum (henti kassanum um leið og ég keypti skrúbbinn).
Það voru margar tegundir í boði þegar ég var að velja mér skrúbbinn, Sephora er td. með fullt af flottum týpum en ég valdi mér þessa ódýru dúllu til að prófa þetta consept og sjá hvort ég myndi nota þetta. --- og viti menn!! Þetta er snilld ! Must have á hvert heimili. 

Olay fæst ma. í Hagkaup og það spilaði inní þegar ég valdi mér týpu, vildi hafa möguleika á að kaupa mér nýja bursta á græjuna (mælt með því að skipta um á 3 mánaða fresti) án þess að þurfa að fara til USA til að ná í þá :P ...en tók samt nokkra með mér heim til öryggis þar sem þetta kostar brotabrot í USA miðað við íslenska verðlagið.Svo er þetta toppað með góðu rakakremi !!No Comments »

Miðvikudagsviskan

*
Fallegt <3

Gleðilega miðviku.

- B. 

No Comments »

Þríhyrninga/demanta DIY - LoftskreytingFrekar skemmtilegt DIY.

Hráefni:
  • Límbyssa og lím
  • Rör - úr stífu en léttu efni
  • Glært girni
  • Skæri 
  • Límband (eða krók) til að festa listaverkið upp í loft


Ég er persónulega hrifnari af þríhyrningunum áður en þeir urðu að "demöntum", en svo er eflaust hægt að gera allskonar munstur með sömu hugmyndafræði.
No Comments »

Sunnudagskvöld. . .

Ég átti frekar notalegan sunnudag og enn notalegra kvöld!

Kvöldið innihélt meðal annars þetta....


...og góða tónlist :)

Ég mun sýna ykkur þetta eilífðarverkefni mitt áður en langt um líður ! Er loksins búin að ákveða hvernig loka niðurstaðan á að líta út svo ég get flýtt mér að klára það :)No Comments »

Vinningshafar í krítarlímmiðaleiknum

Jibbídú! Ég er búin að draga úr leiknum góða og fjórir kommentarar eiga hjá mér krítarlímmiða. 

Tinna Hrönn Óskarsdóttir - nr. 1
Hlín Magnúsdóttir - nr. 2
Ásta Hermannsdóttir - nr. 3
Ragnheiður Helgadóttir - nr. 4


(Sendið mér endilega skilaboð á bara07@ru.is til að vitja vinninganna)

Það bárust yfir 100 komment ! TAKK fyrir að lesa og taka þátt <3No Comments »

Sunnudagshuggulegheit

Story of my life
Gleðilegan sunnudag !


Eigið hann huggulegan <3

- B.

No Comments »

Skór !

Manía - Manía - þú sem ert á himnum !

Rak augun í það að Manía á Laugavegi var að fá nýja skó sendingum ...og mig langar í þá ALLA !!


..eða næstum !

Ég á Eldey og Natalie... (og París hittir ekki alveg í mark hjá mér), en fyrir utan þau þrjú pör væri ég til í að skokka niður á Laugaveg og koma með þá alla heim í hjólbörum !!

Ef þið viljið eignast par getið þið kíkt við í netverslun Maníu - HÉR
No Comments »

Skilaboð dagsins. . .Góða helgi <3

- B.

No Comments »

Þvottahús draumar. . .

Mikið væri ljúft að eiga þvottahús ! 
Í dag er þvottavélin okkar niðri í kjallara í sameiginlegu þvottahúsi með nágrönnunum. Við búum í steinhúsi sem var byggt árið 1929 og þvottahúsið lýsir því ansi vel. Mjög hrátt, lágt til loftst en samt búið að fríska aðeins upp á gamla steinsteypta kjallarann með því að mála gólfið og veggina. Þetta er ekkert til að kvarta yfir. En ég væri samt rosa til í að þurfa ekki að fara út í kuldann til að komast í þvottahúsið.... og gæti haldið því hreinu :/ Frekar erfitt að þrífa þessa holu. 

Auðvitað eru kostir við þetta líka, ég þarf hvorki að horfa á þvottinn minn þorna (og get "gleymt" honum niðri í heila viku ef ég nenni ekki að brjóta hann saman) né þarf ekki að hlusta á lætin í vélinni þegar hún er að þvo og vinda :P

En ég læt mig dreyma....


Laundry Room Ideas- Shelving & Cubbies- Every family member gets their own basket for clean laundry
Þessar körfur eru nú ekkert sérstakar fyrir augað, en það mætti vinna með þetta samt :P

Laundry room @Debbie Arruda Arruda Arruda Arruda Arruda Arruda Arruda Arruda Arruda Arruda Freeman

Laundry Room Closet

Svana á Trendnet bloggaði um sinn sæta þvottahúskrók um daginn.
Mér finnst hann koma sjúklega vel út hjá henni !!

F-E

Þið getið lesið meira um hann HÉR


No Comments »

DIY hard

DIY hard

Skemmtilega hallærisleg mynd ! 
...svo ég bara varð að deila henni með ykkur. 

- B.

No Comments »

H&M home

Ég tók smá óskalista frá H&M home saman.... og læt mig dreyma.
Allt hlutir sem ég mun lifa góðu lífi án þess að eignast en myndi glöð vilja bjóða þessu öllu saman heim til mín <3

Glerboxið yrði klárlega fyrsta val. Mig vantar svo fallega hirslu undir skartið mitt. ...núna bráðnauðsynlega eftir að ég seldi kommóðuna sem ég geymdi skartið mitt í, svo það er úti um allar trissur.No Comments »

HÖNEFOSS speglar

Ég keypti mér pakka af hönefoss speglum frá IKEA fyrir örugglega einu og hálfu ári síðan. Ég hef enn ekki komið mér í að hengja þá upp á vegg. 

Upphaflega ætlaði ég að festa þá upp í loft.

hönefoss mirror - Google Search

Hugsa að ég sé búin að skipta um skoðun ...til að ég roti örugglega engan ef límið skildi gefa sig.

*****

Ég er búin að ákveða að hengja speglaflísarnar upp á vegg fyrir ofan sumar-verkefnis-skenkinn sem er ekki enn tilbúinn (og ég sagði ykkur frá hér). Það styttist nú samt óðum í að hann verði reddy. ..er búin að selja kommóðuna sem var forveri hans til að setja pressu á sjálfan mig og núna er allt dótið sem var í henni út um ALLT og þar sem ég er með hálfgert óþol fyrir að hafa drasl heima hjá mér þarf ég nauðsynlega að fara að spýta í lófana og klára gripinn.

Ég var að leita mér að innblæstri að uppstillingu á speglunum. ....

mirror layout 
Hönefoss i visningshuset | Inredningsbloggen – Heminredning Leva Bo Allt för glass etching cream on Honefoss mirrors
Hönefoss spejle fra Ikea HÖNEFOSS Mirror

Mér sýnist á þessu að það sé komin ein niðurstaða í málið = það er ekki nó að eiga einn pakka af þessum speglum, ég þarf að næla mér í annan til að geta búið til fallegt munstur.


No Comments »