New York

Um miðjan júlí fórum við Richard í smá roadtrip til USA. Byrjuðum á 5 dásamlegum dögum í New York og keyrðum svo til Ohio í brúðkaup aldarinnar. Fæ kannski leyfi til að sýna ykkur myndir úr þessu bíómynda brúðkaupi fljótlega en mig langar að henda inn nokkrum myndum sem við tókum í uppáhalds borginni minni - New York <3

Við vorum bæði að koma til NY í þriðja sinn svo við vorum búin að gera og sjá margt áður. Svo við plönuðum ekkert heldur tókum bara hvern dag og gerðum það sem við vorum í stuði fyrir hverju sinni og upplifuðum afslöppuðustu og notalegustu ferð allra tíma fyrir vikið :)

Ég valdi nokkrar myndir til að sýna ykkur og þær eru bæði teknar á myndavél og síma svo það skýrir gæða munin :P ....þær allra lélegustu eru teknar með front cameru á símanum, þarf að fara að hætta þeim ósið þvi myndirnar eru alveg glataðar úr henni.


Við vorum vöknuð um 6 leitið fyrsta morguninn svo það var ekkert annað í stöðunni en að fara á Dunkin dounts kaupa morgunmat og borða hann í morgunsólinni í Central Park - Hann tók á móti okkur í allri sinni dýrð.Sorglegt en fallegt að sjá minnis varðann um 9/11 - Minningarsafnið opnaði í maí 2014, við fórum reyndar ekki inn á safnið sjálft.


Það var líf og fjör í Little Italy - (panorama stillingin testuð)


Skemmtilegt sjónarhorn af New York public library


Bryant Park - Þar borðuðum við morgun matinn okkar einn morguninn. Mjög notalegt.
Á veturna er skautasvell í garðinum en á sumrin getur maður skellt sér í "úti-bíó" í boði HBO, þá tillir maður sér bara á grasið og horfir á bíómynd á risa tjaldi. 


Wall Street - Minn heitasti draumur er að komast inn og sjá "gólfið" en það var lokað fyrir allar svoleiðis ferðir 2001 (nema mögulega eitthvað VIP) svo ég lét mér duga að vera fyrir utan.


Must að kíkja í Target í öllum USA ferðum. Það leynist ýmislekt skemmtilegt í þessum pokum :P


Brooklyn brúin - endalaust falleg ! Við létum okkur nægja að taka bara selfie með henni í þetta sinn en næst verður labbað/hjólað yfir hana.


Grand central station - alltaf jafn gaman að koma inn í þá fallegu byggingu.


Fæturnir þurftu stundum pásur


Maður er ansi lítill við hliðina á öllum háhýsunum.


Svo margir svona litlir og sætir garðar sem við kíktum í um leið og við gengum framhjá.


Einn daginn kom MEGA rigning, þrumur & eldingar og þá birtist þetta á símanum mínum. Verð að viðurkenna að það var smá óþægileg tilfinning sem hríslaðist um líkamann... en það var nú engin hætta á ferðum samt.Times Sqare - Must að kíkja þangað til að upplifa New YorkEftir að hafa gengið þangað til okkur sveið í fæturnar var alltaf gott að koma upp á hótel í afslöppun - skelltum á okkur grænum maska eitt kvöldið :P 


Ansi skemmtilegt að sjá borgina fjarlægast þegar við brunuðum yfir til New Jersey á leið í langt ferðalag til Ohio :)


Yndisleg ferð í alla staði ...enda með besta ferðafélagann mér við hlið :)This entry was posted on föstudagur, 8. ágúst 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply