Miðborgin mín

Við Ronnsý fengum okkur gönguferðina "okkar" í gær og tókum Laugarann. Yfirleitt reyni ég að labba með hana hliðargötur þegar ég virða hana því ég er alltaf svo hrædd um að það verði stigið á litlu dúlluna, en gerði undantekningu á því í gær.... nýta plássið á "sumargötunum".
 
Ég hef verið mikið erlendis í sumar og "lítið" labbað Laugaveginn svo ég ákvað að smella einni mynd um leið og við gengum.
 
 
Það var svo margt fólk á ferðinni !
Mér finnst svo æðislegt að það er líf í miðbænum allan ársins hring, ég hreinlega elska að bæði búa hérna og vinna. Skil stundum ekki til hvers ég á bíl því ég nota hann nánast ekkert því það er allt í göngufæri fyrir mig og meira vesen að fara keyrandi í flestum tilfellum. 
 
Eitt sem mér finndist mætti bæta við elsku fallegu miðborgina er að hafa upplýsingar um alla viðburði á einum stað, sama hversu litlir eða stórir þeir eru. Svo maður gæti farið inn á eina síðu og séð allt sem er í gangi og þá rölt á milli viðburða ef svo ber við.
Í byrjun vikunnar rákumst við td. á markað á Ingólfstorgi og ég hafði hvergi séð það auglýst en hefði verið svo kjörið fyrir allskonar fólk að kíkja á.
 
Miðborgin okkar (hér) er frábær síða og vonandi heldur hún áfram að þróast í þá átt að vera miðpunkturinn ;)
 
...ef ekki þá er þetta frábær viðskiptahugmynd fyrir einhvern framkvæmdaglaðan einstakling.
 

This entry was posted on fimmtudagur, 21. ágúst 2014 . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Miðborgin mín ”

  1. http://www.krom.is/events/

    Langaði bara að benda þér á þessa síðu. Þarna getur þú séð fullt af viðburðum sem eru um allt land :)

    SvaraEyða