Við Ronnsý fengum okkur gönguferðina "okkar" í gær og tókum Laugarann. Yfirleitt reyni ég að labba með hana hliðargötur þegar ég virða hana því ég er alltaf svo hrædd um að það verði stigið á litlu dúlluna, en gerði undantekningu á því í gær.... nýta plássið á "sumargötunum".
Ég hef verið mikið erlendis í sumar og "lítið" labbað Laugaveginn svo ég ákvað að smella einni mynd um leið og við gengum.
Það var svo margt fólk á ferðinni !
Mér finnst svo æðislegt að það er líf í miðbænum allan ársins hring, ég hreinlega elska að bæði búa hérna og vinna. Skil stundum ekki til hvers ég á bíl því ég nota hann nánast ekkert því það er allt í göngufæri fyrir mig og meira vesen að fara keyrandi í flestum tilfellum.
Eitt sem mér finndist mætti bæta við elsku fallegu miðborgina er að hafa upplýsingar um alla viðburði á einum stað, sama hversu litlir eða stórir þeir eru. Svo maður gæti farið inn á eina síðu og séð allt sem er í gangi og þá rölt á milli viðburða ef svo ber við.
Í byrjun vikunnar rákumst við td. á markað á Ingólfstorgi og ég hafði hvergi séð það auglýst en hefði verið svo kjörið fyrir allskonar fólk að kíkja á.
Miðborgin okkar (
hér) er frábær síða og vonandi heldur hún áfram að þróast í þá átt að vera miðpunkturinn ;)
...ef ekki þá er þetta frábær viðskiptahugmynd fyrir einhvern framkvæmdaglaðan einstakling.
http://www.krom.is/events/
SvaraEyðaLangaði bara að benda þér á þessa síðu. Þarna getur þú séð fullt af viðburðum sem eru um allt land :)
Æði ! Takk fyrir þetta Linda
Eyða