Masterline ást

Fyrir nokkrum mánuðum bloggaði ég um shampoo sem ég skellti mér í að prófa (HÉR). 

Það heitir Masterline og fæst í nokkrum tegundum fyrir mismunandi týpur af hári. Ég var með mikinn valkvíða fyrst en endaði á að prófa þetta bleika. Lýsingin á því hljómar einhvernvegin svona: 

"Gefur lituðu hári aukinn gljáa, litavörn og mýkt. Línan inniheldur þykkni úr granateplum, ríkt af andoxunarefnum sem gerir það að verkum að liturinn endist lengur. Frískar upp litinn aftur."Núna er shampooið búið og bara pínu pínu eftir af næringunni svo það var tími á að velja nýtt shampoo. (Þetta er sennilega í fyrsta sinn á ævinni sem ég klára ekki næringuna á undan shampooinu !)

Ég skellti mér í Hagkaup í gær til að kaupa mér smá candy með lærdómnum og kippti setti af shampoo og næringu með í leiðinni. Ég endaði aftur á þessu bleika því lyktin er svooo dásamleg að mér líður alltaf eins og ég sé ný komin úr klippingu þegar ég finn lyktina af hárinu á mér. Langar samt að prófa annan lit næst svo ef þið hafið reynslu af hinum týpunum væri ég mjög til í að heyra frá ykkur.

Shampooið kemur í brúsa með pumpu sem er sjúklega fallegur og mjög þægilegt að næla sér shampoo úr honum. Næringin er kemur hinsvegar í "krem dollu" svo það er pínu ves að fá sér næringu þegar maður er í sturtunni og sleipur á höndunum. En þetta er allt þess virði þegar maður opnar dolluna kemur unaðslega lykt upp og hárið verður alveg silki mjúkt af henni.
Þetta er í raun og veru djúpnæring en ég nota hana samt í hvert sinn sem ég þvæ mér um hárið og set þá bara minna magn og bara í endana til að forðast að hárið verði feitt.
Ef ég er í stuði þá er líka kjörið að hafa hana lengur í og fá alla virknina sem djúpnæring gerir !

Ég hef séð þetta shampoo á nokkrum stöðum en ég keypti mitt í Hagkaup í Garðabæ og borgaði 1699 kr fyrir hvorn brúsa/dollu. Klárlega hverrar krónu virði. Tékkið endilega á þessari földu gersemi.This entry was posted on sunnudagur, 31. ágúst 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

2 Responses to “ Masterline ást ”

 1. Ég hef verið að nota 10in1 sjampóið frá þeim. Það er svona ljós fjólublátt. Mér finnst það eiginlega bara allt í lagi. Varð eiginlega fyrir smá vonbrigðum því mér finnst allir tala svo vel um þessi sjampó. Næringin í því er til þess að nota eftir á, kemur í spreyformi og er með hitavörn sem er náttúrulega stór plús..
  Mig minnir að ég hafi valið þessa týpu því hún er sögð henta öllum hártýpum og á ekki að þyngja hárið eða eitthvað álíka.. Fannst flestar hinna vera fyrir litað hár, sem hentar mér ekki. Hugsa samt að ég myndi vilja prófa aðra týpu næst :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Oki, leiðinlegt að heyra. Þetta bleika er einmitt fyrir litað hár.
   Þessi sprey næring hljómar geðveikt vel ! Ætla að tékka á henni :) :)

   Eyða