Justin Timberlake

Ég fór á JT eins og öll íslenska þjóðin.
Ég tók ekki snöpp og eiginlega engar myndir á tónleikunum, heldur lagði meira uppúr því að njóta þeirra, vera á staðnum og horfa á showið....að vísu var ég svo heppin að vera í stúkunni svo ég átti mjög auðvelt með að horfa og njóta.
Mér persónulega finnst ekkert spes að horfa á tónleika snöpp því stemmingin nær aldrei að skila sér í gegnum 10 sekúndna illa sound-uð skilaboð svo ég ákvað að hlífa snapp-vinum mínum... fyrir utan eitt stykki sem fór á vinkonu sem er stödd í USA og lagið minnti mig svo ótrúlega sterkt á hana að ég bara VARÐ.

Svo ég komi mér nú að efninu þá ákvað ég að taka "outfit" myndir fyrir tónleikana. Mér finnst oft svo skemmtilegt að skoða outfit pósta á bloggum sem ég er með í "blogghringnum" mínum svo ég ákvað að gera prufu á þessu sjálf og sjá hvernig þetta leggst í mannskapinn.
...ég ætla að viðurkenna að ég hef gert nokkrar tilraunir í svona myndablogg en finnst þetta alltaf svo "asnalegt" að ég hætti við og birti aldrei myndirnar. (Ég á það til að taka sjálfum mér og lífinu of alvarlega)

Svo þetta er stór áskorun fyrir mig og æfingin skapar vonandi meistarann :P


Samfestingurinn er appelsínugul-rauður og er úr H&M. 
Ég tók hann í stærstu stærðinni sem ég fann til að hafa hann smá loose og beltaði hann svo niður með plain belti úr Bershku. 

Samfestingasjúka ég var í essinu sínu með þessi kaup <3
....og tónleikana !!!


This entry was posted on fimmtudagur, 28. ágúst 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply