Ég er komin heim eftir yndislegt frí á Spáni þar sem ég var í vellystingum hjá tengdaforeldrum mínum. Eins ömurlegt og það er að hafa þau svona langt í burtu er það rosa næs þegar maður tekur sig til og fer í frí til þeirra.
Fór fyrsta vinnudaginn í gær og ég get ekki annað sagt en að rútínan sé kærkomin. Skólinn byrjar í næstu viku og ég hlakka rosa til að hitta alla snillingana mína aftur. Ótrúlegt hvað frí eru nauðsynleg og gera manni gott.... þótt ég sé ekkert rosa góð í að taka mér frí, vill helst hafa nó að gera þá er þetta lífsnauðsynlegt.
