Húsráð

Ég er í mörgum og mismunandi hópum á fb, sumir eru til að halda utan um "saumaklúbba" hjá vinahópunum sem ég er í, aðrir til að selja eða gefa dót sem maður er hættur að nota, enn annar er hundasamfélag.... osfrv.! Þið vitið hvernig þetta vikar ;)

Einn hópurinn er hins vegar svolítið meira gagnlegur en hinir og ég má bara til með að deila honum með ykkur. Hann heitir "Húsráð" og er eins og nafnið bendir til vettvangur þar sem maður getur bæði fengið og deilt húsráðunum sínum. Mér hefði td. aldrei dottið í hug að setja matarsóta í skál inn í ískáp til að taka í burtu vonda lykt nema vegna þess að mamma hefði sagt það við mig, get með engu móti skilið hverjum í veröldinni datt þetta húsráð í hug, en þetta virkar !!!
Þar sem ég er rosa mikið að æfa mig í því að vera húsmóðir þá finnst mér þessi hópur algjör gargandi snilld og bráðum mun ég vita fleiri svona "trix" en mamma og eggið fer að kenna hænunni !


Það er óþarfi að finna upp hjólið oftar en 1x svo smellið endilega like á hópinn, deilið ráðunum ykkar og prófið ráð frá öðrum. Hópurinn er opinn öllum og stjórnandinn tekur glaðbeittur á móti nýjum meðlimum :D Þið finnið hann HÉR.

Bestu kveðjur,

This entry was posted on þriðjudagur, 19. ágúst 2014 and is filed under . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply