Fyrir - eftir : Skápur II

Eins og ég sagði ykkur hér þá fékk ég leyfi til að birta "fyrir-eftir" myndir af skeink/skáp sem listakonan Anna Ragnheiður var að gera upp.

Hún fékk skápinn í Góða hirðinum og var alltaf á leiðinni að gera eitthvað við hann. Hún rakst svo á þessar myndir á netinu og þá var hugmyndin komin og ekkert annað í stöðunni en að velja liti og hefjast handa.


Hérna er gripurinn, það leynast sko ýmsir fjársjóðir í Góða hirðinum.


 Litirnir sem hún valdi voru hvítur, grár, ljós brúnn, blár og ljósblár.


Hún notaði teip til að afmarka þá þríhyrninga sem hún ætlaði að mála.Þarna var hann tilbúinn - en svo komu upp vangaveltur hvort hún ætti möguleg aða mála rammann á skápnum hvítann. ...sem hún endaði á að gera og ég er ekki frá því að mér finnist hann 10 sinnum fallegri fyrir vikið. 

Greinilega listamaður með gott auga á ferðinni ;)

Falleg mubla í stofuna !!

Anna Ragnheiður er algjör listakona eins og þið sjáið. Hún er förðunarfræðingur, gerir skartgripi sem hún kallar "Kúluskít" og málar dásamlega fallegar myndir. 
Ég hvet ykkur til að kíkja á hana á facebook (HÉR


This entry was posted on sunnudagur, 10. ágúst 2014 and is filed under , , . You can follow any responses to this entry through the RSS 2.0 . You can leave a response .

Leave a Reply